Félag ráðgjafar­verkfræðinga, FRV

Ráðgjafarverkfræðingar hafa með höndum víðtæka starfsemi á sviði verkfræði, ráðgjafar, stjórnunar, hönnunar og verkefnastjórnunar svo fátt eitt sé nefnt.

Félag ráðgjafarverkfræðinga er hagsmunafélag verkfræðistofa á Íslandi. Helsta markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og stuðla að bættum starfsskilyrðum og samkeppnishæfni þeirra. 

Félagið var stofnað árið 1961 en gekk til liðs við Samtök iðnaðarins árið 2013. Sökum eðlis starfseminnar hafa ráðgjafarverkfræðingar snertiflöt við nánast allt atvinnulíf og framkvæmdir í landinu. 

Tengiliður hjá SI: Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði, eyrun@si.is, s. 6907730

Stjórn FRV

Stjórn FRV á aðalfundi félagsins, 2017:
Formaður: Tryggvi Jónsson, Mannvit
Ólöf Helgadóttir, Lota
Kristinn Guðjónsson, Hnit
Arinbjörn Friðriksson, Efla
Guðjón Jónsson, VSÓ

Lög FRV

1. gr.

1.1. Félagið heitir Félag ráðgjafarverkfræðinga, skammstafað FRV. Félagið var stofnað 21. febrúar 1961. Heimilisfang félagsins er í Reykjavík.

1.2. Félagið skal auðkenna sig með sérstöku merki. FRV fyrirtæki hafa leyfi til að auðkenna sig með merki og/eða skammstöfun félagsins.

2. gr.

Aðild

Markmið félagsins er að gæta hagsmuna þeirra fyrirtækja sem í félaginu eru og efla samkeppnishæfni þeirra sem óháðra ráðgjafa.

3. gr.

3.1. Við inngöngu í félagið þurfa fyrirtæki að undirrita yfirlýsingu um að þau muni halda í heiðri lög og reglu-gerð félagsins ásamt því að hlíta túlkun stjórnar FRV á þeim.

3.2. FRV á aðild að Samtökum iðnaðarins og samtökum atvinnulífsins. Innganga í FRV felur jafnframt í sér beina aðild að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins með þeim réttindum og skyldum sem kveðið er á um í samþykktum þeirra.

Kröfur til FRV fyrirtækja

3.3. Fyrirtæki sem óskar eftir aðild að FRV skal senda skriflega umsókn til stjórnar félagsins á þar til gerðu eyðublaði.

4. gr.

4.1. Stjórn FRV skal setja reglugerð um góðar ráðgjafarvenjur. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um fag-lega óháða ráðgjöf, trúnað við verkkaupa, upplýsingaskyldu gagnvart verkkaupa, tengsl ráðgjafa við þriðja aðila, greiðslur fyrir verk og samskipti milli ráðgjafa.

4.2. FRV fyrirtæki skulu haga starfsemi sinni í samræmi við kröfur FRV um góðar ráðgjafarvenjur sam-kvæmt reglugerð þar að lútandi.

Kröfur til stjórnenda FRV fyrirtækja

4.3. Aðildarfyrirtæki er ábyrgt fyrir því að eigendur og/eða starfsmenn þess starfi í samræmi við ákvæði laga þessara og reglugerðar um góðar ráðgjafarvenjur.

5. gr.

Úrsögn fyrirtækja úr félaginu

Að lágmarki skal helmingur stjórnenda aðildarfyrirtækja vera með háskólapróf eða próf frá æðri menntastofn-un eða aðra menntun og reynslu sem að mati stjórnar félagsins telst sambærilegur bakgrunnur.

6. gr.

Brottvikning fyrirtækja úr félaginu

Aðildarfyrirtæki getur sagt sig úr félaginu með sex mánaða fyrirvara. Úrsögnin skal vera skrifleg og miðast við mánaðamót.

7. gr.

7.1. Víkja skal aðildarfyrirtæki úr félaginu ef fyrirtækið uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir aðild samkvæmt 3. til 5. grein laganna.

7.2. Víkja má fyrirtæki úr félaginu fyrir vangreiðslu á félagsgjöldum.

7.3. Til þess að víkja fyrirtæki úr félaginu samkvæmt grein 7.1. þarf samþykki 4/5 stjórnarmanna FRV.

Gjöld til félagsins

7.4. Fyrirtæki sem stjórn FRV hefur ákveðið að víkja úr félaginu skv. grein 7.1. getur innan fjögurra vikna farið fram á að brottvikningin verði borin undir Fulltrúaráð félagsins. Fulltrúar fyrirtækisins skulu hafa tækifæri til að tala máli þess þar áður en ákvörðun er tekin. 2/3 hluta atkvæða í Fulltrúaráðinu þarf til þess að víkja fyrirtæki úr félaginu.

8. gr.

8.1. Aðildarfyrirtæki greiða árgjald til félagsins sem ákveðið er af aðalfundi ár hvert.

8.2. Aðalfundur getur ákveðið að innheimta ekkert árgjald.

Stjórnun félagsins

8.3. Aðildarfyrirtækjum er skylt að greiða aðildargjöld til Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins samkvæmt reglum viðkomandi samtaka.

9. gr.

9.1. Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málum félagsins. Hann skal haldinn eigi síðar en í maí ár hvert og boðaður bréflega eða með tölvupósti með sjö daga fyrirvara. Dagskrá fundarins skal birt í fundarboð-inu og þar getið allra þeirra tillagna er þurfa samþykki aðalfundar samkvæmt félagslögum.

9.2. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað án tillits til fundarsóknar.

9.3. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis fulltrúar fyrirtækjanna. Atkvæðamagn hvers fulltrúa er saman-lagt árgjald þess fyrirtækis sem hann er fulltrúi fyrir til Samtaka iðnaðarins deilt með 1000. Þó ber enginn fulltrúi meira en 20% atkvæða.

10. gr.

Dagskrá aðalfundar FRV skal vera sem hér segir:

1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.

2. Reikningsskil og áætlun um tekjur og gjöld næsta árs.

3. Tillögur frá stjórn og þeim er hafa rétt til setu á aðalfundi.

4. Kjör stjórnar og skoðunarmanns reikninga félagsins.

5. Önnur mál.

11. gr.

Aukaaðalfund skal halda þegar stjórninni þykir ástæða til þess.

12. gr.

12.1. Stjórn FRV skipa fimm menn. Formaður skal kosinn sérstakri kosningu til tveggja ára í senn. Auk for-manns skipa stjórnina fjórir meðstjórnendur, kosnir til tveggja ára. Gengur einn þeirra úr stjórninni um leið og formaður, en hinir þrír ári síðar. Kjörgengir í stjórn eru starfsmenn aðildarfyrirtækjanna. Óski a.m.k. einn fundarmanna þess skal kosning vera skrifleg. Endurkosning er leyfileg. Stjórnin skiptir með sér verkum. Rituð skal fundargerð stjórnarfunda sem varðveitt skal á skrifstofu félagsins. Skoðunar-maður reikninga félagsins skal kosinn til tveggja ára og er endurkosning leyfileg.

12.2. Heimilt er að semja við þriðja aðila um að annast bókhald félagsins gegn greiðslu.

13. gr.

13.1. Starfsmaður Samtaka iðnaðarins sem fer með málefni FRV er jafnframt framkvæmdastjóri FRV og annast daglegan rekstur félagsins í umboði stjórnar.

13.2. Stjórn FRV getur ráðið utanaðkomandi aðila til að sinna verkefnum fyrir félagið.

14. gr.

Nefndir og ráð

Reikningsár félagsins er almanaksárið.

Fulltrúaráð FRV

15. gr.

15.1. Innan FRV skal starfa Fulltrúaráð.

15.2. Einn fulltrúi frá hverju aðildarfyrirtæki á sæti í Fulltrúaráði félagsins.

15.3. Atkvæðamagn hvers fulltrúa er samanlagt árgjald þess fyrirtækis sem hann er fulltrúi fyrir til Samtaka iðnaðarins deilt með 1000. Þó ber enginn fulltrúi meira en 20% atkvæða.

15.4. Fulltrúaráð FRV skal fjalla um og taka ákvörðun um gerð kjarasamninga og aðra samninga sem félagið gerir fyrir hönd fyrirtækja sem aðild eiga að FRV. Þá skal fulltrúaráðið fjalla um og taka ákvarðanir um þau mál sem stjórn FRV vísar til ráðsins og varða sameiginlega hagsmuni fyrirtækj-anna.

15.5. Atkvæðagreiðslur:

1. Í almennum atkvæðagreiðslum ræður afl atkvæða.

2. Í atkvæðagreiðslum um nýjan eða breyttan kjarasamning við stéttarfélög þarf samþykki minnst 65% greiddra atkvæða á fulltrúaráðsfundi, þó ekki undir 50% af samanlögðu atkvæðamagni fulltrúaráðsins.

3. Nái tillaga meirihluta greiddra atkvæða ekki því atkvæðamagni sem tiltekið er í 2. mgr. skal boða til nýs fundar um málið og þarf þá einfaldan meirihluta atkvæða fundarmanna til framgangs málinu án tillits til fundarsóknar.

15.6. Stjórn FRV er skylt að boða til fundar í fulltrúaráðinu ef tvö aðildarfyrirtæki fara fram á það. Stjórn getur boðað til fundar í fulltrúaráði hvenær sem er. Formaður FRV stýrir fundum ráðsins og skipar fundar-ritara.

Samninganefnd FRV

16. gr.

16.1. Innan FRV skal starfa samninganefnd sem hefur það hlutverk að semja, fyrir hönd fulltrúaráðs FRV, um kaup og kjör samkvæmt þeim kjarasamningum sem félagið á aðild að hverju sinni.

16.2. Í samninganefnd sitja þrír eða fimm einstaklingar skipaðir af stjórn félagsins.

16.3. Stjórn skal leitast við að bæði stór og lítil aðildarfyrirtæki eigi fulltrúa í nefndinni. Að lágmarki skulu 2/3 hlutar fulltrúa í nefndinni koma frá aðildarfyrirtækjum FRV.

16.4. Fulltrúar í samninganefnd ákveða hver þeirra fer með formennsku í nefndinni. Formaður nefndarinnar er tengiliður við stjórn og framkvæmdastjóra FRV.

Laganefnd FRV

17. gr.

17.1. Innan FRV skal starfa laganefnd sem hefur það hlutverk að veita umsagnir um lagafrumvörp, drög að reglugerðum og öðrum opinberum fyrirmælum er snerta starfsumhverfi aðildarfyrirtækjanna.

17.2. Laganefnd getur tekið til umfjöllunar lög, reglugerðir eða önnur opinber fyrirmæli að eigin frumkvæði og skilað til stjórnar athugasemdum eða ábendingum um æskilegar breytingar.

17.3. Stjórn FRV skipar fulltrúa í laganefnd félagsins og ákveður fjölda þeirra.

Gildistaka, brottfall laga o.fl.

17.4. Fulltrúar í laganefnd ákveða hver þeirra fer með formennsku í nefndinni. Formaður nefndarinnar er tengiliður við stjórn og framkvæmdastjóra FRV.

 

Nefnd yngri ráðgjafa

18. gr.  

18.1 Innan FRV skal starfa nefnd yngri ráðgjafa. Til yngri ráðgjafa teljast ráðgjafarverkfræðingar aðildarfyrirtækja FRV sem eru 40 ára og yngri. Aðeins yngri ráðgjöfum er heimil þátttaka í starfi nefndarinnar og viðburðum á hennar vegum.  

18.2 Hlutverk nefndarinnar er að leiða starf yngri ráðgjafa hjá FRV og gæta hagsmuna þeirra innan félagsins. Jafnframt er nefndinni ætlað, m.a. með faglegum og félagslegum viðburðum, að styrkja tengslanet yngri ráðgjafa hjá aðildarfyrirtækjum FRV ásamt því að vera fulltrúar yngri ráðgjafa í starfi FRV út á við og inn á við og stuðla að bættri ímynd félagsins.

18.3 Nefnd yngri ráðgjafa starfar samkvæmt ramma sem stjórn FRV setur hverju sinni. Stjórn FRV samþykkir fyrir hönd félagsins fjárhagsáætlun og úthlutun til nefndarinnar til eins árs í senn. Nefndin getur sótt um aukafjárveitingu til einstakra viðburða eða verkefna.

 

19. gr.

Lög þess öðlast þegar gildi. Með samþykkt laganna falla úr gildi eldri lög félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi 6. apríl 2000.

20. gr.

20.1. Breytingar á lögum þessum má aðeins gera á aðalfundum. Til lagabreytinga þarf 2/3 greiddra atkvæða.

20.2. Stjórn FRV setur reglugerð um góðar ráðgjafarvenjur. Reglugerðin öðlast gildi með samþykki meirihluta greiddra atkvæða í fulltrúaráði félagsins eða á aðalfundi. Til breytinga á reglugerðinni þarf einnig samþykki meirihluta greiddra atkvæða fulltrúaráðsins eða aðalfundar.

Lög samþykkt á aðalfundi í maí 2017.

Ráðgjafarvenjur

Reglugerð um góðar ráðgjafarvenjur  

5. október 2014. Upphaflega samþykkt 19. október 2000.

  • Með ráðgjafa í reglugerð þessari er bæði átt við aðildarfyrirtæki FRV og þá einstaklinga er hjá þeim starfa við ráðgjöf. 
  • Ráðgjafi skal  ávallt haga störfum sínum í samræmi við góðar ráðgjafarvenjur. 
  • Til þess að góðra ráðgjafarvenja sé gætt skal ráðgjafi: 

1.     Gera sér ljóst mikilvægi ráðgjafarþjónustu almennt í samfélaginu. 

2.     Leita lausna sem eru samræmanlegar meginreglum sjálfbærrar þróunar. 

3.     Stuðla ætíð að virðingu, stöðu og góðu orðspori ráðgjafa. 

4.     Viðhalda þekkingu og færni þannig að þessir þættir séu í samræmi við þróun á sviði tækni, löggjafar og stjórnunar, og sýna viðeigandi færni, umhyggju og iðni í þeirri þjónustu sem skjólstæðingum er veitt. 

5.     Veita einungis þá þjónustu sem hann er hæfur til. 

6.     Ávallt vinna í þágu réttmætra hagsmuna skjólstæðingsins og veita alla þjónustu af heilindum og trúnaði. 

7.     Sýna hlutleysi við ráðgjöf, í mati og við töku ákvarðana.

8.     Upplýsa skjólstæðinginn um alla mögulega hagsmunaárekstra sem upp gætu komið  meðan þjónustan er veitt. 

9.     Ekki þiggja þóknun sem gæti haft áhrif á óháð mat.

10.  Stuðla að framgangi hæfnisvals við val á ráðgjafa.

11.  Forðast að gera neitt það sem gæti haft áhrif á orðspor eða starfsemi annarra, jafnt beinlínis sem óbeinlínis.

12.  Hvorki beint né óbeint reyna að taka sæti annars ráðgjafa sem valinn hefur verið til ákveðins verks.

13.  Aldrei taka við verki af öðrum ráðgjafa án þess að tilkynna það viðkomandi ráðgjafa fyrst og fá skriflega staðfestingu skjólstæð- ings þess efnis að fyrri samningi hafi verið sagt upp.

14.  Sýna viðeigandi framkomu og tillitssemi, sé viðkomandi beðinn um að leggja mat á störf annarra.

15.  Hvorki bjóða né þiggja þóknun af neinu tagi sem annað hvort virðist vera eða er til þess að: a) hafa áhrif á valferli eða greiðsl- ur til ráðgjafa og/eða skjólstæðinga þeirra eða b) reyna að hafa áhrif á hlutlaust mat ráðgjafa.

16.  Eiga gott samstarf við löglega skipaðan aðila sem vill kynna sér framkvæmd hvers þess samnings um þjónustu eða verk sem um er að ræða.

  • Stjórnendum aðildarfyrirtækja FRV ber að sjá til þess að ákvæðum reglugerðar þessarar sé fylgt.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. mgr. 4. gr. félagslaga FRV frá 6. apríl 2000. 3. gr. reglugerðarinnar byggir á siðareglum FIDIC, alþjóðasamtökum ráðgjafarverkfræðinga.

Yngri ráðgjafar FRV - YR

 

Með Yngri ráðgjöfum (YR) er átt við starfsmenn aðildarfyrirtækja FRV sem eru 40 ára og yngri. Eldri starfsmönnum er ekki ætluð þátttaka í þessu starfi. Hvorki í stýrihópnum né í því félagsstarfi sem hann skipuleggur.

Gert er ráð fyrir að starf YR sé sambærilegt og starf YP (Young Professionals) sem víða er starfrækt í félögum ráðgefandi verkfræðinga erlendis.

Starfi YR er ekki ætlað að fjalla um stéttarfélags- og kjaramál, sem unnið er að á öðrum vettvangi, heldur eingöngu ætlað að sinna faglegu og félagslegu starf yngri starfsmanna aðildarfyrirtækja FRV.

Markmið
Stýrihópurinn leiðir starf Yngri ráðgjafa hjá FRV og gætir þar með hagsmuna yngri ráðgjafa innan FRV. 

Stýrihópnum er ætlað, m.a. með faglegum og félagslegum viðburðum, að styrkja tengslanet yngri ráðgjafa hjá FRV fyrirtækjunum ásamt því að vera fulltrúar yngri ráðgjafa í starfi FRV og stuðla að betri ímynd verkfræðiráðgjafa.

Verkefni
Stýrihópurinn skal:

 

  • skipuleggja viðburði til að styrkja tengslanet yngri ráðgjafa hjá aðildarfyrirtækjunum
  • kynna starfsemi og einstök verkefni FRV fyrirtækjanna sem áhugaverðan starfsvettvang fyrir yngri verkfræðinga
  • halda tengsl við erlend samtök yngri ráðgjafa
  • annast samskipti við meðlimi og utanaðkomandi aðila varðandi sjónarmið og afstöðu FRV til einstakra málefna
  • þátttaka í faglegu starfi innan FRV
  • önnur verkefni ákveðin af stjórn FRV 

 

Í starfi sínu skal stýrihópurinn taka tillit til að einstök málefni geta verið samkeppnisatriði milli aðildarfyrirtækjanna.

Meðlimir og starfstímabil
Í stýrihópnum geta verið að hámarki 8 manns og aldrei fleiri en tveir frá hverju fyrirtæki. 

Meðlimir eru tilnefndir af stjórnendum viðkomandi fyrirtækja.

Starfstímabil er að hámarki 5 ár. Meðlimir skulu hætta í stýrihópnum á 38 aldursári.

Stýrihópurinn kýs sér formann og varaformann til eins árs í senn á milli aðalfunda FRV.

Formaðurinn stýrihópsins situr samráðsfundi með stjórn FRV eftir þörfum.

Til að tryggja samskipti og upplýsingaflæði tilnefnir stjórn FRV fulltrúa sinn í YR sem hefur rétt á að sitja alla fundi stýrihópsins og aðgang að öllum upplýsingum hans. Sama gildir um starfsmann FRV sem situr fundi stýrihópsins og aðstoðar í starfi hans eftir þörfum.

Kröfur til þátttakenda
Það er mikilvægt fyrir árangur í YR starfinu að stýrihópurinn sendi skýr merki um ákveðni og ábyrgð varðandi alla þætti starfsins. Í þessu sambandi er mikilvægt að í stýrihópnum séu virkir þátttakendur sem leggja áherslu á þetta innra starf FRV. Þetta þarf að sjálfsögðu vera með fullum stuðningi viðkomandi fyrirtækja. 

Þátttaka í stýrihópi YR hefur í för með sér aðgang að upplýsingum sem geta verið viðkvæmar og þarf að meðhöndla í trúnaði.

Skipulag starfsins
Stýrihópurinn starfar innan þess ramma sem stjórn FRV setur hverju sinni og upplýsir stjórnina reglulega um mikilvægustu þætti YR starfsins. 

Stýrihópurinn skilar árskýrslu til stjórnar FRV.

Stýrihópurinn skal samhæfa starf sitt öðru almennu starfi og áherslum FRV hverju sinni.

Stýrihópurinn getur stofnað vinnuhópa um afmörkuð verkefni. Þá skal skilgreina og afmarka verkefni vinnuhópsins skriflega t.d. í minnisblaði. Þar skal koma fram hvaða aðstoð hópurinn fær frá FRV/SI og hvaða fjárframlög (ef einhver eru) hann hefur til verkefnisins.

Fjárhagsáætlun
Stjórn FRV ákveður fjárhagsáætlun FRV til eins árs í senn. Stýrihópurinn getur sótt um aukafjárveitingu til einstakra viðburða eða verkefna. 

Samþykkt á stjórnarfundi FRV þann 26. apríl 2017