Félag ráðgjafar­verkfræðinga, FRV

Ráðgjafarverkfræðingar hafa með höndum víðtæka starfsemi á sviði verkfræði, ráðgjafar, stjórnunar, hönnunar og verkefnastjórnunar svo fátt eitt sé nefnt.

FRV1Félag ráðgjafarverkfræðinga er hagsmunafélag verkfræðistofa á Íslandi. Helsta markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og stuðla að bættum starfsskilyrðum og samkeppnishæfni þeirra. 

Félagið var stofnað árið 1961 en gekk til liðs við Samtök iðnaðarins árið 2013. Sökum eðlis starfseminnar hafa ráðgjafarverkfræðingar snertiflöt við nánast allt atvinnulíf og framkvæmdir í landinu. 

Tengiliður hjá SI: Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, bjartmar@si.is.

Stjórn FRV

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2023

  • Reynir Sævarsson, formaður, Efla
  • Ásta Logadóttir, Lota
  • Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, Verkís
  • Haukur J. Eiríksson, Hnit
  • Hjörtur Sigurðsson, VSB verkfræðistofa

Varamenn:

  • Gunnar Sverrir Gunnarsson, Mannvit
  • Runólfur Þór Ástþórsson, VSÓ Ráðgjöf

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2022

  • Reynir Sævarsson, formaður, Efla
  • Guðjón Jónsson, VSÓ ráðgjöf
  • Haukur J. Eiríksson, Hnit
  • Hjörtur Sigurðsson, VSB
  • Ólöf Helgadóttir, Lotu

Varamaður í stjórn:

  • Gunnar Sv. Gunnarsson, Mannvit

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2021

  • Reynir Sævarsson, formaður, Efla
  • Guðjón Jónsson, VSÓ ráðgjöf
  • Haukur J. Eiríksson, Hnit
  • Hjörtur Sigurðsson, VSB
  • Ólöf Helgadóttir, Lotu

Varamaður í stjórn:

  • Gunnar Sv. Gunnarsson, Mannvit

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2020

  • Formaður: Reynir Sævarsson, Efla
  • Gunnar Sv. Gunnarsson, Mannvit
  • Guðjón Jónsson, VSÓ
  • Haukur J. Eiríksson, Hnit
  • Ólöf Helgadóttir, Lota

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2019

  • Formaður: Reynir Sævarsson, Efla
  • Gunnar Sverrir Gunnarsson, Mannvit
  • Guðjón Jónsson, VSÓ
  • Kristinn Guðjónsson, Hnit
  • Ólöf Helgadóttir, Lota 

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2018 

  • Formaður: Tryggvi Jónsson, Mannvit 
  • Ólöf Helgadóttir, Lota 
  • Kristinn Guðjónsson, Hnit 
  • Reynir Sævarsson, Efla
  • Guðjón Jónsson, VSÓ

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2017 

  • Formaður: Tryggvi Jónsson, Mannvit
  • Ólöf Helgadóttir, Lota
  • Kristinn Guðjónsson, Hnit
  • Arinbjörn Friðriksson, Efla
  • Guðjón Jónsson, VSÓ

Lög FRV


Hér er hægt að nálgast lög FRV sem samþykkt voru á aðalfundi 17. október 2023.

Siðareglur FRV

Siðanefnd FRV er skipuð af stjórn FRV til tveggja ára skv. 1. mgr. 12. gr. laga félagsins.

Siðanefnd FRV skipuð af stjórn 28.10.2022:

  • Kristinn Guðjónsson, Hnit, formaður
  • Eymundur Sigurðsson, Lota
  • Hanna Kristín Bjarnadóttir, VSB
  • Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Efla
  • Sigurður Guðjónsson, Verkís
  • Tryggvi Jónsson, Mannvit, varamaður
  • Þórunn Arnarsdóttir, VSÓ, varamaður

Hér er hægt að nálgast siðareglur félagsins sem samþykktar voru á félagsfundi 15. september 2022.

Hér er hægt að nálgast málsmeðferðarreglur siðanefndar félagsins sem samþykktar voru á stjórnarfundi 29. september 2022.

Yngri ráðgjafar


Yngri ráðgjafar, YR, er deild innan FRV. Í deildinni eru starfsmenn aðildarfyrirtækja FRV, 40 ára og yngri.
Deildin var stofnuð með það að markmiði að veita yngri ráðgjöfum tækifæri til að hafa skoðun á stóru myndinni og áhrif á mótun starfsumhverfis síns til framtíðar.

Áherslumál starfsins eru: 

  • Að stuðla að öflugri tengsla og upplýsingamiðlun meðal félagsmanna
  • Bæta góða ímynd og vekja áhuga á starfsvettvangnum
  • Stuðla að aukinni nýsköpun

Kjarasamningar

Hér má nálgast kjarasamning FRV og VFÍ, SFB og ST með gildistíma frá 1. janúar 2023.