Málarameistara­félagið

Málarameistarafélag Reykjavíkur var stofnað þann 26. febrúar 1928 í baðstofu iðnaðarmanna við Vonarstræti. Stofnfélagar voru 16 að tölu.

Tilgangur félagsins skyldi m.a. vera að efla samvinnu meðal málarameistara og stuðla að menningu og menntun stéttarinnar, gæta í hvívetna hagsmuna félagsmanna og vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi og hinu opinbera. 

Þessi atriði eru í fullu gildi enn þann dag í dag og má því segja að frumherjarnir hafi skynjað þann tilgang sem svona félag þyrfti að hafa með höndum. Og í dag njótum við góðs af störfum þessara félaga okkar og erum þeim innilega þakklátir fyrir.

Nánari upplýsingar um Málarameistarafélagið eru á vefsíðu félagsins www.malarar.is

Tengiliður hjá SI: Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, elisa@si.is.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Ábyrgðarsjóð Meistaradeildar SI.

 

Stjórn


Stjórn 2023

Formaður : Kristján Aðalsteinsson, 8931955 
Meðstjórnandi: Alexander Arnarson, 8222323
Meðstjórnandi : Erlendur Eiríksson, 6644020
Meðstjórnandi: Gísli Guðmundsson, 8406676 
Meðstjórnandi: Kolbeinn Hreinsson, 8966614

Stjórn 2022

Formaður: Már Guðmundsson, 660 3740
Varaformaður: Þorkell Ingi Þorkelsson, 772 1300
Ritari: Svanur Þór Egilsson, 692 1972
Gjaldkeri: Finnbogi Þorsteinsson, 695 3384
Meðstjórnandi: Bjarni Þór Gústafsson, 770 1400

Lög:

Lög Málarameistarafélagsins


I. kafli.
Tilgangur félagsins.

1.gr.
Félagið heitir: Málarameistarafélagið. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavik. 

2. gr.
Tilgangur félagsins er:

Að efla í hvívetna samvinnu meðal málarameistara og stuðla að menningu og menntun stéttarinnar, m.a. með því að halda félagsfundi svo oft sem þurfa

þykir.

Að vinna að því að málarameistarar reki iðn sína á heilbrigðum grundvelli.

Að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart öllum starfsmönnum þeirra, sérstaklega að því er snertir launakjör og hvers konar samningsatriði

Að félagsmenn styðji hver annan með ráði og dáðum.

Að vinna að því að tryggja sem best vinnufrið í málaraiðninni, svo og að koma í veg fyrir verkfall og verkbönn (verksviptingu) með friðsamlegum samningum vinnusala og vinnukaupenda.

Að vera félagsmönnum til leiðbeiningar um allt er snertir atvinnurekstur þeirra inn á við og út á við.

Að vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi og hinu opinbera. 

Að vinna að fjárhagslegu öryggi félagsmanna og fjárhagslegri velferð þeirra yfirhöfuð. -

II. kafli.
Ákvæði um inntöku nýrra meðlima og um úrsögn úr félaginu.


3. gr.
Í félagið má aðeins taka þá málara, sem lokið hafa námi,fengið meistarabréf, og fullnægi að öðru leyti ákvæðum gildandi laga. Fullgilt meistarabréf skal fylgja inntökubeiðni svo og inntökugjald. Einnig skal fylgja mynd af innsækjanda. Þá skal hann útfylla þar til gert spjaldskráreyðublað.

4. gr.
Inntökubeiðni skal sendast skriflega til félagsins og skulu fylgja henni skilríki samkvæmt 3. gr. Formaður skal síðan leggja inntökubeiðnina fyrir stjóm félagsins, sem gengur úr skugga um að réttindaskilríki og önnur atriði samkvæmt 3. gr. séu í lagi. Til þess að inntökubeiðni öðlist samþykki þarf einfaldur meirihluti stjórnar að samþykkja hana. Hljóti inntökubeiðni ekki samþykki stjórnar, skal stjórnin boða til félagsfundar, svo fljótt sem ákvæði laga þessara segja til um og leggja fyrir félagsfund og þarf einfaldan meirihluta atkvæða fundarmanna til þess að inntökubeiðnin nái samþykki. Þegar innsækjandi hefur verið samþykktur inn í félagið skal hann undirrita lög félagsins. 
Á árshátíð félagsins skal formaður, eða einhver sem hann tiltekur, afhenda þeim nýjum félagsmönnum, sem gengið hafa í félagið á liðnu starfsári, þar til gert skjal, undirritað af stjórninni, sem viðurkenningu þess, að þeir séu fullgildir meðlimir Málarameistarafélagsins.  Málarameistarafélagið er aðili að Samtökum iðnaðarins.  Félagsmenn þess, fyrirtæki þeirra og/eða einyrkjar sem eru félagar verða við inngöngu aðilar að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins.  Einnig verða fyrirtæki/einyrkjar aðilar að samþykktum Ábyrgðarsjóðs Samtaka iðnaðarins.

5. gr.
Úrsögn skal sendast formanni í ábyrgðarbréfi. Viðkomandi þarf að vera með öllu skuldlaus við félagið. Þó getur enginn sagt sig úr félaginu meðan á vinnudeilu (verkfalli) eða verkbanni (vinnusviptingu) stendur. Óski maður inntöku í félagið, sem áður hefur sagt sig úr því vegna veikinda, breyttrar atvinnu eða einhverra annarra orsaka, sem brutu ekki í bág við lög félagsins eða samþykktir, getur hann orðið félagsmaður á ný án þess að uppfylla skilyrði 3. gr. Þó skal slíkur innsækjandi greiða 1/4 inntökugjalds. Sá félagsmaður sem hættur er að reka iðnina skal færast yfir á aukafélagaskrá félagsins. Hann hefur ekki kjörgengi í aðlastjórn, né varastjórn. Í allar nefndir og sjóðsstjórnir skulu þeir hafa atkvæðisrétt og kjörgengi, þó má aldrei nema einn aukameðlimur vera í þriggja manna nefnd og ekki fleiri en tveir menn í fimm manna nefnd. Ef aukameðlimur byrjar aftur að reka iðnina skal hann þá færast aftur yfir á meðlimaskrá sem fullgildur félagsmaður.


III. kafli.
Almennir félagsfundir, starfssvið stjórnar, fastanefnda og sjóðsstjórna.

6.gr.
Lögmætir félagsfundir hafa æðsta vald í öllum málefnum félagsins innan þeirra takmarka, sem lögin setja. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum allra mála, nema 
öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum.

7. gr.
Félagsfundi skal boða bréflega eða í fjölmiðlum með 7 daga fyrirvara, þegar stjórn félagsins þykir þurfa, eða þegar þess er krafist skriflega af minnst 1/5 hluta félagsmanna, enda greini fundarbeiðendur fundarefni. Kröfu um fund skal senda formanni félagsstjórnarinnar, og ber honum að boða til fundarins innan þriggja daga, eftir að honum barst krafa þar um, með svo skömmum fyrirvara sem heimilt er samkvæmt lögum þessum. Nú hefur formaður eigi boðað til fundar innan viku, eftir að krafa um fundarhald berst honum, og geta þá félagsmenn þeir, sem kröfðust fundarhalds, sjálfir boðað til fundarins með fyrirvara samkvæmt lögum þessum. Fundir eru löglegir ef löglega er til þeirra boðað. 

8. gr.
Formaður setur félagsfundi og skipar fundarstjóra og undirritar hann fundargerðir ásamt ritara. Í forföllum gegnir vararitari störfum ritara, en séu báðir forfallaðir, kveður fundarstjóri sér fundarritara meðal fundarmanna. Fundarstjóri skal sjá um að tillögur, sem fram koma í málum, verði teknar fyrir í þeirri röð, sem þær berast, og þær fyrst bornar upp, sem lengst ganga. Skrifleg atkvæðagreiðsla eða nafnakall skal fara fram, ef einhver fundarmanna óskar þess.

9. gr.
Í gjörðarbók félagsins skal rita stutta skýrslu um það, er gerist á félagsfundum, og allar fundarsamþykktir. Fundargerð skal lesa upp á næsta félagsfundi til staðfestingar. Fundargerð skal vera full sönnun þess, er fram hefur farið á fundinum. Allar meiriháttar fundarsamþykktir skal tilkynna félagsmönnum bréflega. Allar fastanefndir kosnar á aðalfundi skulu halda gerðarbók. 

10. gr.
Stjórnin heldur fundi, þegar formanni þykir þurfa, en auk þess er formanni skylt að boða til fundar, ef tveir stjórnarmeðlimir krefjast þess. Formaður boðar stjórnarfundi með þeim fyrirvara sem hann telur hæfilegan, eftir því sem á stendur og á þann hátt, sem hann telur tryggilegastan í hvert sinn. Sé formanni kunnugt um, að einhver stjómarmeðlima geti ekki sótt stjórnarfund skal hann boða varamann hans á fundinn. Annars sér hver stjórnandi um að varamaður mæti í hans stað, ef hann er forfallaður. Stjórnarfundur er því aðeins lögmætur, að meirihluti stjórnenda, eða í forföllum þeirra varamenn, sæki fundinn. Ef ágreiningur verður meðal stjórnenda, ræður afl atkvæða, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum, en verði atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum. Undirskrift formanns og tveggja stjórnenda er nægileg til að skuldbinda félagið gagnvart öðrum. Þó þarf samþykki fjármálanefndar við allar eignabreytingar og meiriháttar fjármálaskuldbindingar, og eru allar slíkar skuldbindingar ólöglegar nema formaður fjármálanefndar undirriti þær ásamt stjórnarmönnum eins og um getur hér að framan. Stjórnarfundi skal halda í Reykjavík nema meirihluti stjórnar samþykki annað. Það sem gerist á stjórnarfundum skal bóka í gjörðarbók félagsins og rita stjórnendur undir. 
Stjórnin ræður öllum félagsmálum milli félagsfunda og getur innan takmarka þeirra sem lög þessi setja skuldbundið félagið og eignir þess með 
ályktunum sínum og samningum. Við stjórnarskipti skal fráfarandi stjórn afhenda þeirri, er við tekur öll skjöl og bækur félagsins og annað sem því tilheyrir. 
Félagið rekur skrifstofu í þeim tilgangi að sjá um daglegan rekstur félagsins: Ávaxta fé félagsins samkvæmt lögum þess, færa bókhald þess, greiða reikninga og sjá um að framkvæma önnur þau störf sem stjórnin felur skrifstofunni. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra og annað starfsfólk og skal stjórnin setja þeim starfsreglur.

11. gr.
Formaður sér um að allt starf félagsins fari fram samkvæmt samþykktum félagsfunda og stjórnar. Hann kemur fram fyrir félagsins hönd á opinberum vettvangi og undirritar öll meiriháttar bréf ásamt ritara eða framkvæmdastjóra félagsins. 
Ritari heldur gerðabók. Gjaldkeri skal vera sjálfkjörinn formaður Styrktarsjóðs og Utanfararsjóðs.

12. gr.
Verðskrárnefnd félagsins skal á hverjum tíma vinna að endurskoðun verkmælingabókar og verðleggja breytingar á vinnufyrirkomulagi og öðru því, sem ekki er í verkmælingabókinni og leggja þær fyrir stjóm félagsins, sem tekur endanlegar ákvarðanir. Að öðru leyti starfar hún samkvæmt málefnasamningi milli málarafélaganna.  Skemmtinefndin sér um og undirbýr árshátíð félagsins, svo og aðrar skemmtanir og ferðalög. Fjármálanefnd skal vera stjórninni til ráðuneytis í öllum fjármálum félagsins og skal stjórninni skylt að kalla hana á stjórnarfund þegar slík mál eru til umræðu. Skal hún ásamt stjórn félagsins gera tillögur um ráðstöfun og skiptingu tekna sbr. 20. gr. Um starfssvið stjórna sérsjóða, fer samkvæmt reglugerðum sjóðanna. Greiða skal stjórn og öðrum félagsmönnum laun fyrir störf sem þeir vinna í þágu félagsins samkvæmt reglugerð þar um. Uppstillinganefnd skal gera tillögur um þá félagsmenn, sem hún telur hæfa til að gegna störfum sem kosið er til á aðalfundi félagins. Nefndin skal leitast við að dreifa störfunum á sem flesta félagsmenn.

13. gr.
Reikningar félagsins skulu skoðaðir af tveimur þar til kjörnum félagsmönnum. Einnig skulu reikningarnir endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda. Heimilt skal skoðunarmönnum reikninga félagsins að endurskoða reikninga félagsins fyrirvaralaust hvenær sem er á starfsárinu. Fyrir lok apríl hvers árs skal gjaldkeri hafa lokið við reikninga fyrir hið liðna reikningsár, og sent félagsendurskoðendum, en þeir skulu aftur hafa sent stjórninni reikninga með athugasemdum innan 7 daga.

IV. kafli.
Aðalfundur.


14. gr.
Aðalfund skal halda fyrir 15. maí ár hvert og skal til hans boða bréflega með minnst viku fyrirvara.

15. gr.
Aðalfundur kýs félagsstjórn skipaða fimm fullgildum félagsmönnum: formann, varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Skulu þeir kosnir skriflega hver fyrir sig og gildir kosning þeirra til eins árs í senn. þá skal kjósa fjóra félagsmenn í varastjórn fyrir varaformann, ritara, gjalkera og meðstjórnanda. Stjórnarmenn má endurkjósa. Einnig skal kjósa verðskrárnefnd skipaða 3 mönnum,  skemmtinefnd, fjármálanefnd og orðunefnd skipaða 3 félagsmönnum. Uppstillinganefnd skipaða 3 félagsmönnum og tvo skoðunarmenn reikninga. 
Þá skal kjósa jafn marga til vara í hverja nefnd. Nefndirnar kjósi sér fomann hver í sínu lagi. Um kosningu sjóðsstjórna fer samkvæmt reglugerðum þeirra. Kosning í stjórn og framangreindar trúnaðarstöður gildir um eitt ár í senn, nema í orðunefnd (sjá reglugerð um heiðursfélaga og veitingu heiðursmerkja). Endurkosning er heimil. Félagsmenn eru skyldir til að taka við kosningu, en geta neitað endurkosningu þangað til liðin eru tvö ár frá því þeir áttu siðast sæti í trúnaðarstöðu fyrir félagið. 

Félagsstjórn skipar  Markaðs- og tölvunefnd til óákveðins tíma.  Hlutverk Markaðs- og tölvunefndar er að hafa umsjón m.a. með ímynd félagsins, auglýsingum þess og markaðssetningu.  Einnig að koma með hugmyndir um heimasíðu félagsins og falast eftir og semja um auglýsingar inn á heimasíðuna. Formaður félagsins er fulltrúi í stjórn Sameignar iðnaðarmanna að Skipholti 70.  

1) skýrsla stjórnarinnar.
2) Reikningar félagsins.
3) Skýrslur fastanefnda og sjóða
4) Verðskrárnefnd
5) Skemmtinefnd
6) Sérsjóðir.
7) Lagabreytingar, ef fyrir liggja
8 Kosningar
9) Stjórnar og endurskoðenda.
10) Verðskrárnefndar
11) Skemmtinefndar
12) Fjármálanefndar
13) Uppstillinganefnd
14) Önnur mál er fyrir liggja. 

16. gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera:

V kafli.
Sjóðir félagsins og tekjur þess.


17. gr.
Hver sá, er sækir um inntöku í félagið skal greiða í inntökugjald sem nemur 1/2 lágmarksárgjaldi hvers fullgilds meðlims eins og það er á hverjum tíma.  Árgjald er þrepaskipt eftir ársveltu fyrirtækja félagsmanna og er sem hér segir; 0-20 milljónir króna velta, lágmarksárgjald kr. 60.000, ársvelta 20-40 milljónir króna, árgjald kr. 90.000, ársvelta 40 milljónir króna eða meira, árgjald kr. 125.000.  Hvert ársfjórðungsgjald fellur í eindaga einum mánuði eftir gjalddaga og að þeim tíma liðnum er heimilt að reikna dráttarvexti og kostnað. Gjalddagar skulu vera hinir sömu og gjalddagar aðildagjalda Samtaka iðnaðarins. 

Árgjald aukafélaga er 1/3 lágmarksfélagsgjalds fullgilds félagsmanns.  Aukafélagar, sem náð hafa 67 ára aldri skulu vera gjaldfrjálsir.  Sjá nánar um réttindi aukafélaga í 5. gr. þessara laga.  Annar af tveimur meisturum sem reka saman fyrirtæki, á sömu kennitölu, greiði árgjald sem nemi 1/2 lágmarksfélagsgjaldi fullgilds félagsmanns.  Fullgildir meðlimir sem náð hafa 67 ára aldri skulu vera gjaldfrjálsir hvað árgjald snertir, en njóta að öðru leyti fullra félagsréttinda. 
Skuldi félagsmaður eitt árgjald til félagsins, missir hann öll félagsréttindi og stjórn getur strikað viðkomandi út af félagaskrá, enda hafi stjórnin með ábyrgðarbréfi fyrir 1. mars næsta ár krafið hann um greiðslu skuldarinnar með eins mánaðar fyrirvara. Nýir aðilar sem ganga í félagið, greiði árgjald hlutfallslega fyrir þann hluta ársins, sem eftir er, þegar þeir ganga í félagið. Segi félagi sig úr félaginu greiðir hann árgjald fyrir þann hluta ársins, sem liðinn er, þegar hann gengur úr 
því. Sé félaga vikið úr félaginu greiði hann árgjald til þess tíma, sem hann endanlega gengur frá öllum greiðslum til félagsins. Allar fésektir skulu renna í styrktarsjóð félagsins. Félagsmenn bera ekki ábyrgð á fjárhagsskuldbindingum félagsins umfram gjaldskyldu þá til greiðslu árgjalda, sem um ræðir í lögum þessum. Félagsstjórnin getur innheimt árgjöld með málssókn og skal slíkt mál rekið fyrir héraðsdómi í Reykjavík og þarf ekki að leita sátt um það fyrir sáttanefnd. Félagsmaður greiðir allan málskostnað.

18. gr.
Reikningsár er almanaksárið. Reikningar félagsins skulu liggja frammi viku fyrir aðalfund.

Fullgildir félagsmenn greiða aðildagjöld til Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins samkvæmt ákvöðrun þeirra um álagningu hverju sinni.  Aukafélagar og gjaldfrjálsir félagar greiða ekki til Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins. 

19. gr.
Sjóðir félagsins eru þessir. 
Styrktarsjóður. 
Á aðalfundi skal stjórn og fjármálanefnd leggja fram tillögur um á hvern hátt öðrum tekjum félagsins skuli skipt á milli sjóða að öðru leyti. Fé félagsins skal ávaxta, nema félagsfundur ákveði annað.

VI. kafli.
Sektir og önnur refsiákvæði.


20. gr.
a) Úrsögn eða brottvikning félaga leysir hann ekki frá greiðslu árgjalda, sekta eða annara skulda við félagið né heldur frá hlutfallslegri ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum, sem á félaginu hvíla, þegar hann gengur úr því. Þó verður félagið að lýsa kröfum sínum á hendur meðlim þeim, sem gengið hefur úr félaginu, innan 4 ára frá úrsögn. Verði misklíð um slík mál, úrskurðar stjórnin ágreininginn. Úskurði hennar má innan mánaðar, eftir að hann hefur verið tilkynntur félagsmanni skriflega, áfrýja til úrskurðar félagsfundar, sem boðaður skal með minnst viku fyrirvara og þess getið sérstaklega í fundarboði, að deilumálið verði þar tekið til meðferðar og úrslita. 
b) Eigi má taka í félagið þann, sem vikið hefur verið úr því, nema hann fullnægi skilyrðum 4.gr. Þó skal ekki beita ákvæðum 5. gr. um umsóknarfrest við slíkan innsækjanda, nema 2/3 fundarmanna samþykki það. Slíkur innsækjandi skal greiða fullt inntökugjald. 
c) Nú missir félagsmaður, að dómi félagsstjómar, einhverra inntökuskilyrða í félaginu samkv. 4. gr., brýtur lög eða löglega gerðar samþykktir eða verður gjaldþrota, getur stjórnin ákveðið, að hann skuli víkja úr félaginu. Skal slík stjórnarráðstöfun þegar tilkynnt félagsmanni í ábyrgðarbréfi, og telst hann úr félaginu frá og með þeim degi er tilkynningarbréfið er sett í póst. Félagsmaður getur innan mánaðar frá þeim degi krafist þess að málið sé borið undir félagsfund, sem stjórnin skal þá boða innan viku og halda fund svo fljótt sem fundarboðsfrestur leyfir. Skal fundarefnis getið í fundarboði. Félagsfundur þessi getur fellt úr gildi ákvörðun félagsstjórnarinnar, en þangað til helst úrskurður stjórnarinnar í gildi, og hlutaðeigandi maður hefur ekki atkvæðisrétt um málið á téðum félagsfundi, en heimilt skal honum að mæta á fundinum og hafa þar málfrelsi.

21. gr.
Brot á lögum þessum, fyrirskipunum eða banni, löglega samþykktum af félagsfundi eða félagsstjórninni skoðast sem samningsrof og varða sektum, sem skulu ákveðnar af félagsstjórninni. Úrskurði stjórnarinnar má innan eins mánaðar eftir að hann hefur verið tilkynntur félagsmanni skriflega áfrýja til úrskurðar félagsfundar, sem boðaður skal með minnst viku fyrirvara og þess getið sérstaklega í fundarboði að sektarmálið verði þar tekið til meðferðar og úrslita. 
Skal félagsstjórnin innheimta sektina, ef á þarf að halda með málsókn. Slík mál skulu rekin fyrir héraðsdómi í Reykjavík, og þarf ekki að leita sátta um þau fyrir sáttamönnum.

22. gr.
Kærur vegna brota á lögum þessum skal senda formanni félagsins sem leggur síðan kæruna fyrir félagsstjórnina. En takist stjórninni ekki að binda viðunandi enda á málið þá skal bera málið undir félagsfund.
VII. kafli.
Ýmis ákvæði um skyldur félagsmanna.

23. gr.
Rísi ágreiningur milli meistara (verksala) og verkkaupa út af vanefndum á greiðslum efnis og vinnu, eða af öðrum ástæðum og meistari hættir 
störfum að einhverju eða öllu leyti, skal meðlimum félagsins í slíkum tilfellum óheimilt að taka upp eða halda áfram verki, né vinna annað fyrir sama verkkaupa, fyrr en sátt er komin á, eða verkkaupandi hefur sett fulla tryggingu fyrir greiðslu, þó aldrei fyrr en viðkomandi meistari hefur afsalað sér verkinu.

24. gr.
Stjórninni er skylt að gera allt, sem í hennar valdi stendur til aðstoðar félagsmönnum við innheimtu skulda, og getur hún beitt til þess ákvæðum 23. gr. gegn einstökum mönnum, ef henni þykir þurfa. Þó skal félagsstjórn ekki annast málsókn fyrir félagsmenn til innheimtu skulda.

25. gr.
Óheimilt er félagsmönnum að ganga inn í verk annarra félagsmanna, þ.e. taka að sér vinnu sem annar félagsmaður hefur hafið, nema með samþykki viðkomandi meistara og stjórnar félagsins, enda brjóti slíkt ekki í bág við samninga félagsins við önnur félög.

27. gr.
Félagsmönnum er óheimilt að vinna móti samþykktum félagsins með söfnun undirskrifta eða því um líku.

26. gr.
Verði félagið fyrir útgjöldum vegna félaga sinna út af samningsrofum þeirra eða af öðrum ástæðum, getur félagið krafið viðkomandi félagsmann um allt það, sem þannig verður að greiða hans vegna.

28. gr.
Ef starfsmaður fer úr vinnu hjá félagsbundnum meistara og hefur fyrirfram fengið hjá honum greiðslu upp í vinnulaun, skal þeim meistara er hann fer til, skylt að greiða meistara skuld hans að fullu, enda séu full skilríki lögð fram um skuldina.

29. gr.
Nú verður vinnustöðvun hjá félagsmanni, hvort heldur er vegna verkfalls eða verksviptingar og er það skylda félagsstjórnarinnar að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að vernda hagsmuni hans.


VIII. kafli.
Um lagabreytingar og félagsslit.

31. gr.
Félaginu verður ekki slitið nema með a.m.k. 3/4 hlutar allra félagsmanna samþykki það. 
Verði samþykkt að slíta félaginu, skal kjósa 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um ráðstafanir á eignum þess.


30. gr.
Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi.  Tillögur að lagabreytingum skulu berast laganefnd félagsins fyrir 15. apríl ár hvert.  Lagabreytingar skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. 
Lagabreytinga skal geta í aðalfundaboði.

32. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og eru þau bindandi fyrir alla félagsmenn ásamt þeim breytingum, sem á þeim kunna að verða gerðar á löglegan hátt. Prentað í apríl 1986 með áorðnum lagabreytingum 1982, 1986, 1986, 1988, 1989, 1992, 1993, 1994, 1996, 2003, 2005, 2007 og 2011.