Framleiðsla

Á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins starfa sérfræðingar sem þekkja vel til framleiðsluiðnaðarins og starfsumhverfis fyrirtækja. Undir sviðið heyra fyrirtæki af fjölbreyttum toga sem eiga það sameiginlegt fást við framsleiðslu eða þjónustu. Fyrirtækin starfa saman ýmist í starfsgreinahópum eða að einstökum málefnum sem snerta rekstur þeirra. Þótt fyrirtækin séu ólík eru mörg mál sem sameina þau, til dæmis áhersla á aukna framleiðni, framfarir í umhverfismálum og bætt rektrarskilyrði.

Íslenskt samfélag nýtur góðs af verðmætasköpun í framleiðsluiðnaði. Verðmæti seldra framleiðsluvara hefur aukist umtalsvert síðasta áratuginn og er nú á bilinu 700-800 milljarðar á ári. Framleiðsla á matvælum og drykkjarvörum vegur þar þyngst.

Framleiðslusvið stóð fyrir fundaröð um framleiðni annan hvern fimmtudag í haust. Fundaröðinni verður haldið áfram 2016 en fundirnir verða þá haldnir mánaðarlega.

Nánar um fundaröð um framleiðni

Framleiðslustjórnun og mæling á framleiðni

Gæðastjórnun í framleiðslu

Mannauður fyrirtækja

Áskoranir í aðfangastjórnun

Umbúðalausnir

Greining framleiðslukostnaðarPrýði

Prýði – verk í höndum meistara er samstarfsvettvangur sex fagfélaga innan SI. Starfsgreinahópurinn fundar reglulega, með það að leiðarljósi að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum hópsins. 

Tengiliðir hjá SI eru:
Jóhanna Klara Stefándsdóttir, johanna@si.is  
María Hallbjörnsdóttir, maria@husatvinnulifsins.is


Tengdar fréttir

Jákvæð umhverfisáhrif við nýtingu aukaafurða hjá Elkem - Almennar fréttir Framleiðsla

Kísilmálmverksmiðjan Elkem Ísland á Grundartanga beitir nýstárlegum aðferðum við að nýta betur aukaafurðir sem falla til við framleiðsluna.

Lesa meira

Nýtt vörumerki á skyrinu frá MS - Almennar fréttir Framleiðsla

Eitt af aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins, MS, kynnti í gær nýtt vörumerki fyrir skyr sem nefnist ÍSEY skyr sem kemur í staðinn fyrir Skyr.is.

Lesa meira

Tólf nýsveinar útskrifaðir - Almennar fréttir Menntun og mannauður Framleiðsla

Tólf nýsveinar útskrifuðust frá IÐUNNI fræðslusetri í gær.

Lesa meira

Fréttasafn