Framleiðsla

Á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins starfa sérfræðingar sem þekkja vel til framleiðsluiðnaðarins og starfsumhverfis fyrirtækja. Undir sviðið heyra fyrirtæki af fjölbreyttum toga sem eiga það sameiginlegt fást við framsleiðslu eða þjónustu. Fyrirtækin starfa saman ýmist í starfsgreinahópum eða að einstökum málefnum sem snerta rekstur þeirra. Þótt fyrirtækin séu ólík eru mörg mál sem sameina þau, til dæmis áhersla á aukna framleiðni, framfarir í umhverfismálum og bætt rektrarskilyrði.

Íslenskt samfélag nýtur góðs af verðmætasköpun í framleiðsluiðnaði. Verðmæti seldra framleiðsluvara hefur aukist umtalsvert síðasta áratuginn og er nú á bilinu 700-800 milljarðar á ári. Framleiðsla á matvælum og drykkjarvörum vegur þar þyngst.

Framleiðslusvið stóð fyrir fundaröð um framleiðni annan hvern fimmtudag í haust. Fundaröðinni verður haldið áfram 2016 en fundirnir verða þá haldnir mánaðarlega.

Nánar um fundaröð um framleiðni

Framleiðslustjórnun og mæling á framleiðni

Gæðastjórnun í framleiðslu

Mannauður fyrirtækja

Áskoranir í aðfangastjórnun

Umbúðalausnir

Greining framleiðslukostnaðarPrýði

Prýði – verk í höndum meistara er samstarfsvettvangur sex fagfélaga innan SI. Starfsgreinahópurinn fundar reglulega, með það að leiðarljósi að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum hópsins. 

Tengiliðir hjá SI eru:
Jóhanna Klara Stefándsdóttir, johanna@si.is  
María Hallbjörnsdóttir, maria@husatvinnulifsins.is


Tengdar fréttir

Fjögur fagfélög SI sýna á Amazing Home Show - Almennar fréttir Framleiðsla

Á sýningunni Amazing Home Show sem opnar í dag í Laugardalshöllinni eru fjögur fagfélög innan Samtaka iðnaðarins sem eru þátttakendur. 

Lesa meira

Allt það nýjasta á einum stað - Almennar fréttir Framleiðsla

Í Fréttablaðinu í dag fylgir sérblað um Amazing Home Show en Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar sýningarinnar ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Lesa meira

Álfyrirtækin í farabroddi í umhverfis- og öryggismálum - Almennar fréttir Framleiðsla

Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, flutti erindi á Ársfundi Samáls sem hægt er að horfa á.

Lesa meira

Fréttasafn