Framleiðsla

Á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins starfa sérfræðingar sem þekkja vel til framleiðsluiðnaðarins og starfsumhverfis fyrirtækja. Undir sviðið heyra fyrirtæki af fjölbreyttum toga sem eiga það sameiginlegt að fást við framleiðslu eða þjónustu. Fyrirtækin starfa saman ýmist í starfsgreinahópum eða að einstökum málefnum sem snerta rekstur þeirra. Þótt fyrirtækin séu ólík eru mörg mál sem sameina þau, til dæmis áhersla á aukna framleiðni, framfarir í umhverfismálum og bætt rektrarskilyrði.

Íslenskt samfélag nýtur góðs af verðmætasköpun í framleiðsluiðnaði. Verðmæti seldra framleiðsluvara hefur aukist umtalsvert síðasta áratuginn og er nú á bilinu 700-800 milljarðar króna á ári. Framleiðsla á matvælum og drykkjarvörum vegur þar þyngst.

Framleiðslusvið stóð fyrir fundaröð um framleiðni annan hvern fimmtudag seinni hluta árs 2015 og mánaðarlega á árinu 2016. 

Nánar um fundaröð um framleiðni

Framleiðslustjórnun og mæling á framleiðni

Gæðastjórnun í framleiðslu

Mannauður fyrirtækja

Áskoranir í aðfangastjórnun

Umbúðalausnir

Greining framleiðslukostnaðarPrýði

Prýði – verk í höndum meistara er samstarfsvettvangur sex fagfélaga innan SI. Starfsgreinahópurinn fundar reglulega, með það að leiðarljósi að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum hópsins. 

Tengiliðir hjá SI eru:
Jóhanna Klara Stefándsdóttir, johanna@si.is  
María Hallbjörnsdóttir, maria@husatvinnulifsins.is


Tengdar fréttir

Costco fundar með íslenskum framleiðendum í nóvember - Almennar fréttir Framleiðsla

Í byrjun nóvember funda fulltrúar Costco með íslenskum framleiðendum.

Lesa meira

Íslenska bakaralandsliðið stóð sig með prýði í Stokkhólmi - Almennar fréttir Framleiðsla

Íslenska bakaralandsliðið keppti í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi um helgina.

Lesa meira

Gullsmiðurinn Ása hannar Bleiku slaufuna þetta árið - Almennar fréttir Framleiðsla

Í ár er Bleika slaufan hönnuð af gullsmiðnum Ásu Gunnlaugsdóttur. 

Lesa meira

Fréttasafn