Fréttasafn



12. sep. 2017 Almennar fréttir Menntun

150 námskeið í boði fyrir fagfólk

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs fyrir haustönnina er kominn út en þar eru kynnt yfir 150 námskeið fyrir fagfólk í iðnaði. Meðal þess sem er í boði eru námskeið í drónamyndatökum, þrívíddarprentun, trébátasmíði, húsgagnaviðgerðum, torf- og grjóthleðslu, notkun íslenskra villijurta í kokteilum, málmsuðu, iðntölvustýringu og rafmagnsfræði. Skráning á námskeiðin eru á vef IÐUNNAR.

Hér er hægt að skoða námsvísinn.