Fréttasafn



16. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

92% af íbúðum í byggingu eru í fjölbýli

Á mbl.is er fjallað um íbúðamarkaðinn og það sem kom fram í erindi Ingólfs Bender, aðalhagfræðings SI, á fundi sem Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hélt í dag í samstarfi við Samtök iðnaðarins. Á mbl.is segir að tals­vert fleiri íbúðir séu í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu nú en fyrr á þessu ári. Mun­ar þar mestu um íbúðir á fyrstu bygg­ing­arstig­um. 92% af heild­ar­fjölda íbúða í bygg­ingu eru í fjöl­býli, en enn er þó byggt of lítið af litl­um íbúðum miðað við eft­ir­spurn markaðar­ins. Sam­tals eru 4.845 íbúðir í bygg­ingu á svæðinu í dag og er áætlað að á þessu ári komi sam­tals 2.000 íbúðir á markað. Á næsta ári má gera ráð fyr­ir að þær verði 2.200 og árið 2020 fari þær upp í allt að 2.600 íbúðir. 

Þá segir að Sam­tök iðnaðar­ins fram­kvæmi taln­ingu á íbúðum í bygg­ingu tvisvar á ári, í mars og í sept­em­ber. Sam­kvæmt sept­em­bertaln­ing­unni séu íbúðir í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu nú 18% fleiri en í mars, eru þær 4.845, en voru sam­tals 4.093 í mars. „Það er meiri vöxt­ur nú en við höf­um séð í þess­ari upp­sveiflu,“ sagði Ingólf­ur á fund­in­um og bætti við að um væri að ræða já­kvæð tíðindi, enda hafi vantað íbúðir und­an­far­in ár.

 

Á mbl.is er hægt að lesa fréttina í heild sinni.