Fréttasafn



8. maí 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Aðalfundur Meistarafélags húsasmiða

Aðalfundur Meistarafélags húsasmiða, MFH, var haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 fyrir skömmu. Rúmlega 30 manns sátu fundinn og var það matreiðslumaður frá Grillvagninum sem sá um að reiða fram  lambakjöt og kjúkling fyrir fundargesti.

Hefðbundin aðalfundarstörf lágu fyrir fundinum og var tillaga uppstillingarnefndar um stjórn og trúnaðarstöður fyrir félagið samþykkt með lófaklappi.

Stjórn fyrir starfsárið 2018-2019 er skipuð eftirtöldum aðilum:

  • Jón Sigurðsson, formaður           
  • Einar Hauksson, varaformaður   
  • Svanur Karl Grétarsson, gjaldkeri              
  • Kristmundur Eggertsson, ritari        
  • Bergur Ingi Arnarsson, vararitari             

Í varastjórn eru Jens Magnús Magnússon, Magnús Sverrir Ingibergsson og Kristinn Sigurbjörnsson. 

Undir liðnum önnur mál var meðal annars rætt um reynslu manna af erlendu vinnuafli, sögulegt yfirlit yfir skráða tíma í uppmælingu, aukningu milli ára í fjölda þeirra sem taka sveinspróf og reynslu manna af ferlibók nema í húsasmíði.

Fundur-2-8-mai-2018

Fundur-3-8-mai-2018