Fréttasafn



1. jún. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Afhending 22 sveinsbréfa í málmiðnaði

Afhending sveinsbréfa í málmiðnaði fór fram í gær þegar Málmur - samtök fyrirtækja í málmiðnaði, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og IÐAN fræðslusetur stóðu sameiginlega að afhendingu sveinsbréfanna.

Afhendingin fór fram í húsnæði VM. Alls voru 22 sveinsbréf afhent auk þess sem allir sveinar fengu gjafabréf frá IÐUNNI fræðslusetri. Til máls tóku Guðlaugur Þór Pálsson formaður Málms, Vignir Eyþórsson frá VM og Kristján Kristjánsson sviðsstjóri á málmtæknisviði IÐUNNAR.

Kristján Jónsson hlaut í ár viðurkenningu frá Málmi og VM fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi. Á myndinni er Kristján með viðurkenninguna ásamt Guðlaugi Þór Pálssyni, formanni Málms, og Vigni Eyþórssyni frá VM.

Samtök iðnaðarins óska öllum sveinunum til hamingju með áfangann og Kristjáni til hamingju með árangurinn. 

Fleiri myndir á SI-Facebook.