Fréttasafn



16. feb. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Árangur kynntur á Nýsköpunarmóti Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið á fimmtudaginn í næstu viku 23. febrúar kl. 14.00 - 16.30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Tilgangur mótsins er að kynna árangur af rannsókna- og þróunarverkefnum og ræða hugmyndir að nýjum samstarfsverkefnum sem fela í sér tækifæri til framþróunar og verðmætasköpunar í áliðnaði.

Sérstaklega verður horft til verkefna háskólastúdenta í þessu sambandi. Nýsköpunarmótið hefst með framsöguerindum fulltrúa Álklasans, háskólasamfélagsins og atvinnulífsins. Eftir það fara fram hraðkynningar á verkefnum og hugmyndum að nýju samstarfi þar sem framsögumenn hafa þrjár mínútur til umráða hver, auk þess sem gefin er mínúta til að svara stuttum fyrirspurnum.

Mótinu lýkur með því að opnuð verður verkefnagátt Áklasans með hugmyndum sem tengja saman háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki í Álklasanum. Þátttakendum gefst einnig gott tækifæri til að ræða málin og skapa ný tengsl.

Skráning.