Fréttasafn



6. feb. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Ásprent Stíll fær Svansvottun

Ásprent Stíll, sem er aðildarfyrirtæki SI, hefur fengið Svansvottun frá Umhverfisstofnun en strangar kröfur vottunarinnar tryggja að vara merkt með Svaninum er betri fyrir umhverfið og heilsuna og stuðlar að sjálfbærari neyslu. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti G. Ómari Péturssyni, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls (t.h), vottunina. Í miðjunni er Valgeir K. Gíslason frá VKG ráðgjöf sem aðstoðaði Ásprent Stíl við innleiðinguna.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og telst Svanurinn gott tæki til að innleiða aðgerðir við að minnka rekstrarkostnað vegna orku- og efnanotkunar, úrgangsmeðhöndlunar og fleiri þátta sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum. Nánar um Svaninn.