Fréttasafn



22. maí 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Búist við frekari styrkingu krónunnar

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum gæti haft talsverð áhrif til styrkingar á gengi krónunnar en bankinn tilkynnti á fimmtudaginn að umfangsmiklum gjaldeyriskaupum bankans verði hætt. Rætt er meðal annarra við Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra SI, sem segir að Seðlabankinn sé svolítið að segja að gengið verði að vera sterkara. „Um leið og við skiljum hlutverk Seðlabankans þá er hagstjórnin að hafa meiri slæm langtíma áhrif en menn virðast átta sig á. Við erum að sjá flótta og ákvörðunartöku innan fyrirtækja sem leiðir til þess að ef þau geta setja þau starfsemi annað, oftast er það að hluta samt ekki öll starfsemin. Við getum verið að missa mjög öflug útflutningsdrifin fyrirtæki úr landi og það er rosalega tímafrekt og kostnaðarsamt að fá þau til baka. Hagstjórnarlega fyrir Ísland er þetta vandamál því þetta getur leitt það af sér að okkar atvinnulíf og útflutningur verði fábrotin," segir Almar í Fréttablaðinu.

Jafnframt segir í blaðinu að sé litið til miðgengi dollara hafi gengið lækkað um 11,51 prósent á síðustu 3 mánuðum en gengið er nú um 100 og gæti farið undir hundrað krónur. Svipaða sögu megi segja um evruna sem hefur veikst um 6,81 prósent á tímabilinu og er nú um 112. 

Hér má lesa fréttina í heild sinni.