Fréttasafn



25. jún. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Byggja gagnaver á Blönduósi

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að verið sé að steypa grunninn að nýju 650 fermetra gagnaveri Borealis Data Center sem á að rísa á Blönduósi en fyrirtækið er meðal aðildarfyrirtækja SI. Í fréttinni segir að gert sé ráð fyrir að húsið verði tekið í gagnið í haust og verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu.

Þá segir að Borealis Data Center áformi að reisa nokkur hús á lóðinni en magn raforku sem hægt er að kaupa ráði því að miklu leyti hversu stórt fyrirtækið getur orðið á svæðinu. Rætt er við Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóra Borealis, sem segir viðræður í gangi við raforkuframleiðendur um kaup á orku og þær viðræður gangi ágætlega. Hann segir starf fyrirtækisins geta haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem þjónustuaðilar í héraði muni hafa nokkur umsvif í kringum gagnaverið. 

FréttablaðiðVísir, 25. júní 2018.