Fréttasafn



2. jún. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Eru verðmæti í vottun?

Eru verðmæti í vottun? er yfirskrift fundar sem Samtök iðnaðarins standa fyrir í Húsi atvinnulífsins næstkomandi fimmtudag 8. júní kl. 15.00-16.30. Í fundarboði segir að íslensk framleiðslufyrirtæki vilji sýna samfélagslega ábyrgð og að íslenskar vörur séu eftirsóttar fyrir gæði, frumleika og jákvæðan uppruna. Ein leið til að sýna fram á þetta eru ýmis konar vottanir sem fyrirtækjum standa til boða. Í nýlegri könnun meðal framleiðslufyrirtækja í SI kemur fram að fyrirtæki nota vottanir m.a. til að bæta reksturinn og til að sýna fram á gæði og bæta ímynd. Skráning á fundinn.

Dagskrá

Stefna Framleiðsluráðs SI og niðurstöður könnunar um vottanir og nýsköpun
- Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslusviðs SI

Okkar upplifun
- Rósa Guðmundsdóttir, verkfræðingur hjá tæknideild Héðins

Að þiggja og veita úttektir
- Pétur Helgason, starfsmaður Vottunar hf. og fyrrverandi gæðastjóri Vífilfells

Umræður