Fréttasafn



18. okt. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun

Fjórða iðnbyltingin birtist í prentuðum fiskrétti hjá Matís

Fjórða iðnbyltingin birtist fundargestum Matís ljóslifandi þegar fiskréttur varð smám saman til í þrívíddarprentara, þeim fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Matís sem er aðili að Samtökum iðnaðarins bauð í vikunni til fundar þar sem starfsemin var kynnt. Á fundinum var meðal annars rætt um þá miklu þróun sem fjórða iðnbyltingin felur í sér fyrir líftækni og matvælaiðnað. Þrívíddarprentarann notar Matís við rannsóknir og þróun á hráefni úr auðlindum sjávar.

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Eitt af hlutverkum Matís er að brúa bilið milli vísinda og atvinnulífs og eru verkefnin unnin í samvinnu við innlenda matvælaframleiðendur, háskóla og alla þá sem með einhverjum hætti veita matvælaiðnaði þjónustu. Talsvert rannsókna- og þróunarstarf fer fram hjá Matís og nýsköpunarfyrirtæki hafa þar aðstöðu, í nánum tengslum við rannsóknastarf. 

Á efri myndinni kynnir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, starfsemina fyrir fundargestum. 

Á neðri myndinni eru Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Holly Kristinsson, ráðgjafi í rannsóknum og nýsköpun, og Hörður G. Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri, við þrívíddarprentarann. Ofan á prentaranum má sjá fiskréttinn sem prentaður var út. 

Sigurdur_hannessonhHolly_hordur_Matisokt2017

Sigurdur_hannessonhHolly_hordur_Matisokt2017