Fréttasafn



13. feb. 2018 Almennar fréttir

Formaður SI með erindi í HÍ

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, hélt erindi í Háskóla Íslands í gær á námskeiðinu Inngangur að stjórnun sem kennt er í Viðskiptafræðideild. Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur kynnist grundvallar hugtökum, kenningum og aðferðum í stjórnun og forystu fyrirtækja og stofnana þar sem nálgunin er út frá viðfangsefnum og hlutverkum stjórnenda og stjórnun mannauðsins. 

Guðrún sagði frá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís og kom inn á þróun fyrirtækisins og helstu áskoranir, samfélagslega ábyrgð, starfsmannamál og mikilvægi vöruþróunar. Einnig ræddi hún um störf sín fyrir Samtök iðnaðarins og fleira.

Á myndinni er Guðrún og Ásdís Emilsdóttir Petersen.