Fréttasafn



3. jan. 2017 Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Frumbjörg stendur fyrir nýsköpunardögum

Frumbjörg, frumkvöðlasetur Sjálfsbjargar, stendur fyrir nýsköpunardögum 6.-7. janúar. Frumbjörg hefur verið að vinna að stofnun verkefnis sem ber vinnuheitið Listinn eða „The List“. Listinn hefur það meginmarkmið að safna saman áskorunum sem fatlaðir og aldraðir glíma við daglega. Hópur fagfólks fer síðan yfir vandamálin og vinnur úr þeim raunhæf verkefni. Nýsköpunardagarnir eru haldnir til að hugvitsfólk fái tækifæri til að vinna frekar úr vandamálunum og koma með lausnir í samvinnu við þá sem koma til með að njóta góðs af.

Dagskrá

Dagur 1 – föstudagur 6. janúar

  • Opnunarathöfn – kl. 18 kynning á vandamálum
  • Samhristingur – Lið mótuð utan um verkefni
  • Áætlanir og hugarflæði hjá hópum


Dagur 2 – laugardagur 7. janúar

  • Morgunmatur og fyrirlestur – húsið opnar kl. 9 og fyrirlestur byrjar kl. 9.30.
  • Vinnutími – Hópar fá vinnutíma og sérfræðingar úr nýsköpunargeiranum líta yfir daginn.
  • Kaffihlé kl. 15-16 – Fyrirlestur
  • Matur verður á staðnum en enginn formlegur matartími
  • Dagskrá lýkur kl. 18.
  • Lokaathöfn stendur yfir kl. 19-20 – Hópar kynna sínar hugmyndir fyrir gestum.

Allir velkomnir.

Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.