Fréttasafn



28. mar. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun

Fundur um endurgreiðslur

Samtök iðnaðarins og Rannís stóðu fyrir kynningarfundi um endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar í morgun í Húsi atvinnulífsins. Góður tími gafst fyrir umræður og var mörgum spurningum svarað. Fundarstjóri var Davíð Lúðvíksson frá SI. 

Fyrirtæki eiga rétt á endurgreiðslu hluta kostnaðar við nýsköpunar- og rannsóknaverkefni í gegnum skattakerfið samkvæmt lögum nr. 152/2009. Fyrirtæki í öllum atvinnugreinum geta sótt um en uppfylla þarf tiltekin skilyrði og metur Rannís umsóknir. Á fundinum í morgun var farið yfir tækifærin sem felast í endurgreiðslunni fyrir nýsköpunarfyrirtæki og hefðbundin framleiðslufyrirtæki í iðnaði. Í lok fundarins gafst tækifæri til að ræða við sérfræðinga Rannís um einstök verkefni. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur framsögumanna.

  • Ferli og viðmið til að fá endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar 
    - Sigurður Björnsson, Rannís