Fréttasafn



5. feb. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fundur um fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja

Samtök sprotafyrirtækja, SSP, boða til opins fundar um fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja í framhaldi af aðalfundi samtakanna miðvikudaginn 7. febrúar kl. 16.30-18.00. Fundurinn er haldinn í Innovation House Reykjavík á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. 

Dagskrá fundarins


1. Stefán Björnsson hjá Solid Clouds talar um reynslu Solid Clouds af nýtingu á skattafslættinum

2. Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Klöppum talar um reynslu af fjármögnun og skráningu Klappa á First North

3. Haukur Guðjónsson hjá Viking Entrepreneur talar um Samtök englafjárfesta og fjárfestingu íslenskra engla.