Fréttasafn



17. nóv. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fundur um íslenska bjórframleiðslu

Samtök iðnaðarins og Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH, leiða saman krafta sína á fundi þar sem íslensk bjórframleiðsla verður til umfjöllunar undir yfirskriftinni „Er business í bjórframleiðslu?“ En á síðustu árum hafa Íslendingar eignast bruggmeistara í auknum mæli, sérhæft sig í bruggframleiðslu og sölu. Fundurinn verður á Kex Hostel næstkomandi miðvikudag kl. 17-19. 

Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI, verður fundarstjóri og segir frá undirbúningi að frekari stuðningi við áfengisframleiðendur en samtökin telja mikilvægt að styðja við þá framleiðendur, bæði stóra sem smáa, enda er áfengisframleiðsla öflugur iðnaður í mikilli framþróun sem glímir þó jafnframt við margvíslegar áskoranir. 

Á fundinum segja nokkrir bruggmeistarar frá starfsemi sinni en það eru Berg Gunnarsson frá Malbygg Brugghúsi, Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel frá Lady Brewery og Hinrik Carl Ellertsson frá KEX Brewing.

Hér er hæg að skrá sig á fundinn.

Bein útsending frá fundinum er á Facebook síðu FVH.