Fréttasafn



22. ágú. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fundur um nýtt loftslagsverkefni SI og Festu

Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um nýtt verkefni um loftslagsmál framleiðslufyrirtækja sem unnið er í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 28. ágúst kl. 10.00-11.30 í fundarsalnum Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Verkefnið er hugsað sem hvatning til félagsmanna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á eigin forsendum og sýna þar með frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu.

Dagskrá

  • Opnun fundar – Gestur Pétursson, forstjóri Elkem og formaður Framleiðsluráðs SI
  • Kynning á loftslagsverkefni Samtaka iðnaðarins og Festu – Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri SI
  • Ávinningur fyrirtækja af því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu
  • Reynsla Coca Cola Euorpean Partners á Íslandi af loftslagsmælingum
  • Umræður

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.