Fréttasafn



1. jún. 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Fylgst verður vel með framvindu Brexit

Samtök atvinnulífsins ætla að fylgjast vel með framvindu mála í samningaviðræðum milli Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr ESB og upplýsa stjórnendur íslenskra fyrirtækja eftir því sem mál skýrast. Hægt er að skrá sig á sérstakan Brexit-póstlista SA til að fá nýjustu fréttir og greiningar þegar þær birtast.

Samningarviðræðurnar hefjast senn af fullum þunga en úrsagnarferlið hófst formlega 29. mars. Óvissa ríkir um hver endanleg útkoma samningaviðræðnanna verður en miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf enda Bretland einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslendinga.