Fréttasafn



6. ágú. 2015 Gæðastjórnun

Gámaþjónusta Norðurlands ehf. hefur hlotið ISO 14001 umhverfisvottun

Gámaþjónustan hf. hóf innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi í byrjun ársins 2012 og hlaut vottun samkvæmt staðlinum ISO 14001 í marsmánuði árið 2013. Í kjölfarið var hafin vinna við að innleiða umhverfisstjórnunarkerfið hjá nokkrum dótturfélögum Gámaþjónustunnar sem eru víðsvegar um land. Í byrjun árs 2015 hlutu Efnamóttakan hf. og Sjónarás ehf. (áður Gámaþjónusta Austurlands-Sjónarás) ISO 14001 umhverfisvottun.

Vottunin er staðfesting þess að Gámaþjónustunni og dótturfélögum hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum sem koma fram í slagorði fyrirtækisins um bætt umhverfi og betri framtíð.

Umhverfisstefna Gámaþjónustunnar hf. og dótturfélaga

  • Gámaþjónustan er í fararbroddi í flokkun og endurvinnslu úrgangs á Íslandi, þ.m.t. spilliefna, og stuðlar að aukinni flokkun og endurvinnslu hjá viðskiptavinum sínum.
  • Gámaþjónustan tekur tillit til umhverfismála og leitast við að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.
  • Gámaþjónustan fylgir lagalegum kröfum á sviði umhverfismála og vinnur eftir umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 til að tryggja stöðugar umbætur.
  • Í rekstri Gámaþjónustunnar er leitast við að fara vel með auðlindir og tekið tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup.
  • Gámaþjónustan einsetur sér að kynna viðskiptavinum fyrirtækisins gildi úrgangsflokkunar, endurvinnslu og endurnýtingar með það að markmiði að auka flokkun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda.