Fréttasafn



25. apr. 2017 Almennar fréttir

Hagfræðingur SI fer til Rio Tinto á Íslandi

Bjarni Már Gylfason sem hefur verið hagfræðingur Samtaka iðnaðarins frá árinu 2005 lætur af störfum hjá samtökunum um mánaðarmótin en hann hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík. Áður en Samtök áliðnaðarins voru formlega stofnuð árið 2010 sinnti Bjarni Már sameiginlegu starfi þeirra innan Samtaka iðnaðarins og þekkir vel til starfsskilyrða áliðnaðarins á Íslandi. Hann kenndi hagfræði og skyldar greinar við Verzlunarskóla Íslands 2000-2005 og var blaðamaður á Viðskiptablaðinu og DV 1998-2000.

Hjá Rio Tinto mun hann bera ábyrgð á samskipta- og kynningarmálum, almannatengslum, samskiptum við hagsmunaaðila auk stefnumótunar í sjálfbærri þróun og samfélagslegri ábyrgð.