Fréttasafn



24. mar. 2015 Gæðastjórnun

Hagmálun hlýtur D-vottun

Hagmálun slf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Hagmálun var stofnað í september 2013 og er eigandi þess Sigurjón Einarsson málarameistari. Hagmálun vinnur við alla alhliða málningarvinnu í nýbyggingum sem og viðhaldsvinnu á almennum markaði. Einungis faglærðir fagmenn vinna hjá fyrirtækinu.

Hagmálun hefur yfir að skipa 3 starfsmönnum ásamt undirverktökum.