Fréttasafn



3. sep. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Handunnin gólfteppi úr íslenskri ull prýða nýtt hótel

Shanko Rugs er aðili að Samtökum iðnaðarins en eigandi fyrirtækisins, Sigrún Lára Shanko, textíllistakona, hefur sérhæft sig í handgerðum teppum undir merki Shanko Rugs. Hönnun hennar er innblásin af náttúru Íslands og unninn í samráði við einstaklinga og fyrirtæki eftir þörfum og óskum þeirra. 

Teppi frá Shanko Rugs prýða nýtt hótel Bláa lónsins, The Retreat at Blue Lagoon, þar sem óskað var eftir gólfteppum sem sýna annars vegar samspil mosa og hrauns og hins vegar samspil vatns og kísils.  Íslenska ullin var sérlituð og unninn hjá Ístex fyrir þetta verkefni en Sigrún Lára leggur áherslu á að nota íslenska ull í teppin. 

Verk Sigrúnar Láru hafa vakið athygli víða um heim en hún hefur einnig unnið teppi sem bæta hljóðvist en ullin og gróf áferð verkanna henta vel til þess. Sigrún Lára er með vinnustofu í Listhúsinu, á svæði gömlu áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. 

Shanko-rugs-lagoon-blue

Shanko-rugs-dsc_0959-snaefellsjokull-72-1000