Fréttasafn



25. apr. 2016 Gæðastjórnun

Harald & Sigurður hlýtur D-vottun

Harald & Sigurður ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Harald & Sigurður ehf. var stofnað 1986. Hjá fyrirtækinu sem hefur aðsetur að Stangarhyl 6, Reykjavík starfa að jafnaði um 10 manns.  Harald & og Sigurður hafa m.a. sérhæfir sig í framleiðslu á ABB afldreifitöflum sem byggir á sérhönnuðu gæðakerfi framleiðanda fyrir slíkan búnað ásamt annarri almennri og tæknilegri rafvirkjavinnu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.