Fréttasafn



19. mar. 2018 Almennar fréttir

Heimsókn í Naust Marine

Starfsmenn Samtaka iðnaðarins heimsóttu fyrir skömmu  Naust Marine sem er meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Naust Marine var stofnað árið 1993 og sérhæfir sig í að þróa, framleiða og markaðssetja tækjabúnað fyrir skip og sjávarútveg. 

Það var Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, sem tók á móti þeim Bryndísi Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs SI, Signýju Jónu Hreinsdóttur, viðskiptastjóra á hugverkasviði SI, og Guðrúnu Birnu Jörgensen, viðskiptastjóra á framleiðslusviði SI. Hann kynnti fyrir þeim helstu vörur fyrirtækisins en aðalvaran er rafkerfi fyrir rafdrifin dráttarspil sem hefur verið í þróun frá árinu 1979 og nefnist ATW system (Automatic Trawl Winch). Það er fjöldi íslenskra og alþjóðlegra skipa sem eru með kerfin og dráttarspilin frá Naust Marine um borð auk annarra vara sem fyrirtækið framleiðir.  

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Signý Jóna, Bryndís og Bjarni Þór.