Fréttasafn



5. mar. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Nox Medical

Starfsfólk Samtaka iðnaðarins heimsótti Nox Medical síðastliðinn föstudag. Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, tók á móti þeim Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra SI, Sigríði Mogensen, sviðsstjóra hugverkasviðs og Signýju Jónu Hreinsdóttur, viðskiptastjóra. Pétur kynnti fyrir þeim starfsemina og sögu Nox Medical. 

Í heimsókninni voru helstu áskoranir á sviði nýsköpunar ræddar ásamt hugmyndum um hvernig beisla megi þá þekkingu og gögn sem fyrirtæki í heilbrigðis- og líftækniiðnaði búa yfir. Nox Medical framleiðir búnað til svefnrannsókna og hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2016 fyrir að hafa náð einstökum árangri á heimsvísu í þróun og smíði á lækningavörum sem notaðar eru til greiningar á svefntruflunum.

Þess má geta að Pétur situr í Hugverkaráði SI.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Signý Jóna, Sigríður, Sigurður og Pétur.