Fréttasafn



15. mar. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Stjörnu Odda

Starfsmenn SI heimsóttu Stjörnu Odda/Star Oddi fyrir skömmu en fyrirtækið er meðal aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins. Á móti þeim Bryndísi Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs SI, og Guðrúnu Birnu Jörgensen, viðskiptastjóra á framleiðslusviði SI, tók Sigmar Guðbjörnsson, sem er stofnandi, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 

Stjörnu Oddi er hátæknifyrirtæki sem hefur verið starfsrækt í 25 ár og sérhæfir sig í að framleiða skynjara til þess að safna gögnum. Um er að ræða litla harðgera skynjara sem eru meðal annars ætlaðir til rannsókna á dýrum og umhverfi, bæði á rannsóknarstofum og úti í náttúrunni. 

Á myndinni er Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, og Sigmar Guðbjörnsson, stofnandi, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins.