Fréttasafn



21. feb. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn til Jóa Fel

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, heimsótti Jóhannes Felixson, betur þekktan sem Jóa Fel, í bakaríi hans í Holtagörðum í dag. Bakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað 5. nóvember 1997 og byrjaði á Kleppsvegi 152. Starfsemin var þar í 10 ár en nú er bakaríið í Holtagörðum og er eitt af stærri handverksbakaríum á landinu. Útibúin eru fjögur; í Holtagörðum, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ og í JL húsinu við Hringbraut. Um 70 manns starfa í bakaríinu og fer öll framleiðsla fram í Holtagörðunum. 

Þeir Sigurður ræddu meðal annars um menntamál og mikilvægi þess fyrir bakaraiðnina. Í gegnum tíðina hefur Jói Fel lagt áherslu á að taka nema í starfsnám. Þess má geta að á síðustu árum hefur konum fjölgað í stéttinni. Jói Fel er formaður Landssambands bakarameistara, sem er meðal aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins.