Fréttasafn



11. maí 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn til SS á Hvolsvelli

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, heimsótti starfsstöð SS á Hvolsvelli í vikunni. Það voru Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri, og Oddur Árnason, kjötiðnaðarmeistari og fagstjóri, sem tóku á móti Guðrúnu. 

Hjá SS á Hvolsvelli starfa 180 manns og gegnir fyrirtækið því lykilhlutverki í atvinnulífi í Rangárvallasýslu. SS hyggur á frekari uppbyggingu á Hvolsvelli og fékk Guðrún að sjá hversu öflugt fyrirtækið er í vöruþróun en mikil áhersla er lögð á fagmennsku. En til gamans má geta þess að Oddur er margfaldur Íslandsmeistari í kjötiðn. Í heimsókninni kom fram að fyrirtækið finnur fyrir miklum skorti á iðnmenntuðum starfskröftum. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru Benedikt, Guðrún og Oddur.

Ss-heimsoknGuðrún með margföldum Íslandsmeistara í kjötiðn, Oddi Árnasyni.