Fréttasafn



9. maí 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Heimsókn til THG Arkitekta

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsóttu THG Arkitekta í vikunni. Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri THG Arkitekta, tók á móti þeim ásamt Ragnari Auðunni Birgissyni og Frey Frostasyni en þeir eru allir eigendur á stofunni.

Fyrirtækið sem var stofnað í október 1994 sér um almenna hönnun bygginga, áætlanagerð, eftirlit ásamt verkefna- og byggingastjórnun mannvirkja. Verkefni hafa verið margvísleg, m.a. hönnun skrifstofu- og verslunarhúsnæðis, hótelbygginga, iðnaðarbygginga, fjölbýlishúsa, stofnana fyrir aldraða, flugstöð, íþróttamannvirkja auk deiliskipulaga, endurbygginga eldra húsnæðis og þátttöku í umhverfismati. Fyrirtækið er með rekstur í Reykjavík,  Reykjanesbæ og í Kaupmannahöfn.

Starfsmenn SI fengum að skoða starfsaðstöðuna auk þess sem kynnt voru helstu verkefni sem hafa verið í gangi undanfarið. Í heimsókninni var rætt um ýmis málefni tengt arkitektúr og starfsumhverfinu. 

Á myndinni eru talið frá vinstri: Halldór Guðmundsson, Ragnar Auðunn Birgisson, Freyr Frostason, Sigurður Hannesson og Eyrún Arnarsdóttir.