Fréttasafn



3. nóv. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsóttu fimm húsgagna- og innréttingaframleiðendur

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, hittu húsgagna- og innréttingaframleiðendur í vikunni. Um er að ræða aðildarfyrirtækin , Sýrusson, AXIS, Á. Guðmundsson og Agustav.

Íslensk húsgagnaframleiðsla og hönnun prýðir fyrirtæki, stofnanir og heimili um allt land. Fyrirtækin smíða eftir séróskum viðskiptavina sinna auk þess að framleiða eftir eigin hönnun. Í samtölum við forsvarsmenn fyrirtækjanna kom meðal annars fram að nokkuð væri um útflutning en það væri ennþá óplægður akur. Rætt var um góðan árangur Skandinava á þessu sviði þar sem fylgt væri skýrri sýn og markvissri stefnu að gera innlenda húsgagna- og innréttingaframleiðslu sýnilega. Þar er einkennandi að innlend hönnun á sinn sess hjá hinu opinbera, í fyrirtækjum og á heimilum. Sama megi segja um sýnileika innlendrar framleiðslu bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þá var samhljómur í því meðal fyrirtækjanna fimm að gæði væri það sem einkenndi íslenska húsgagna- og innréttingaframleiðslu og verðin væru vel samkeppnishæf miðað við gæðin.  

Á myndinni fyrir ofan er Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson og formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI. 

GA-heimsokn-2.11.2017Hjá GÁ hittu þau Jóhanna Klara og Sigurður þá Grétar Árnason, framkvæmdastjóra, og Arnar Páll Unnarsson.

Syrusson-2.11.2017Hér sitja þau Jóhanna Klara og Sigurður með Eyjólfi Eyjólfssyni, framkvæmdastjóra, í sófa sem er hannaður og framleiddur hjá AXIS.

 

AgustaV-2.11.2017Gústav Jóhannsson, annar helmingurinn hjá AGUSTAV, tók á móti þeim Sigurði og Jóhönnu Klöru.

SyrussonÍ Sýrusson hittu þau Sigurður og Jóhanna Klara Sigurjón Kristensen og Reyni Sýrusson, framkvæmdastjóra.