Fréttasafn



7. nóv. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Hönnunarverðlaun og málþing

Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent á fimmtudaginn næstkomandi 9. nóvember í Iðnó kl. 20.30. Sama dag kl. 15.00-17.00 verður efnt til málþings um hönnun í ferðaþjónustu undir heitinu „Gætum við gert þetta svona?“ Málþinginu stýrir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. Fluttir verða sjö örfyrirlestrar og að þeim loknum verða panelumræður. Í panelumræðunum verða eftirtaldir:

  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 
  • Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
  • Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála
  • Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
  • Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins

Skráning á málþingið er hér.

Hönnunarverðlaun Íslands

Dómnefnd hefur valið eftirtalin fimm verk í forvali og hlýtur eitt þeirra Hönnunarverðlaun Íslands sem eru peningaverðlaun að verðmæti 1.000.000 króna:

  • Einkenni listahátíðarinnar Cycle
  • Marshall húsið
  • Reitir Workshop and tools for collaboration
  • Orlofshús BHM í Brekkuskógi
  • Saxhóll

Einnig verða afhent verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og verður tilkynnt hvaða fyrirtæki hlýtur þá viðurkenningu á viðburðinum í Iðnó. Myndin er frá afhendingu verðlaunanna á síðasta ári.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins.