Fréttasafn



11. jan. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Hvað er hægt að gera betur í opinberum innkaupum?

Samtök iðnaðarins standa fyrir opnum fundi um opinber innkaup þar sem fjallað verður um hvað hægt er að gera betur í kjölfar nýrrar Evrópulöggjafar sem samþykkt var á Alþingi fyrir skömmu. Fundurinn er á morgun fimmtudaginn 12. janúar kl. 8.30-10.30 á Grand Hótel Reykjavík.

Til landsins kemur sérfræðingur frá Noregi, Arnhild Gjönnes, lögmaður Confederation of Norwegian Enterprise sem eru systursamtök Samtaka atvinnulífsins, en hún er sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og leiðir þann málaflokk hjá Business Europe sem eru samtök Evrópskra atvinnurekenda. Arnhild ætlar að segja frá því hvernig hægt er að beita opinberum innkaupum til að stuðla að meiri hagkvæmni, gæðum og nýsköpun. Nýrri löggjöf er einnig ætlað að stuðla að meira gagnsæi og sanngjarnari samkeppnistöðu.

Á fundinum verður farið yfir umfang opinberra innkaupa á Íslandi og hversu miklum sparnaði væri hægt að ná fram með nýjum leiðum.  

Dagskrá fundarins:

Arnhild Gjönnes, lögmaður hjá Confederation of Norwegian Enterprise og sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa – Public Procurement and the Way Forward

Dagmar Sigurðardóttir, yfirlögfræðingur Ríkiskaupa – Kröfur opinberra aðila til fyrirtækja í útboðum – ýmis álitaefni

Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnarformaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja – Mun næsta tæknibylting hafa áhrif á opinber innkaup?

Theódóra Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs Kópavogs – Opinber innkaup eiga að vera stjórntæki til að ná fram hagkvæmari rekstri, trausti og bættri hegðun

Fundarstjóri er Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.

Skráning á fundinn.