Fréttasafn



14. nóv. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Íslenskt lið tekur þátt í keppninni Ecotrophelia Europe í London

Íslenskt lið háskólanemenda tekur þátt í nýsköpunarkeppnin Ecotrophelia Europe sem verður haldin í London 21.-22. nóvember í tengslum við sýninguna Food Matters Life. Þar etja kappi lið háskólanemenda frá 16 löndum. Íslenska liðið skipa þær Hildur Inga Sveinsdóttir og Málfríður Bjarnadóttir, nemendur við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Margrét A. Vilhjálmsdóttir, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. 

Vara sem dregur úr matarsóun

Varan þeirra, sem ber nafnið „Ugly“, er framleidd úr grænmeti sem annars færi til spillis til dæmis vegna útlitsgalla. Varan er hugsuð sem grunnur í súpur, sósur, marineringu eða einfaldlega það sem neytandanum dettur í hug. Markmiðið með framleiðslu vörunnar er að draga úr matarsóun. Flestar vörur sem taka þátt í keppninni eiga það sameiginlegt að höfða til hollustu og miða að því að draga úr álagi á umhverfið. 

Hér er hægt að lesa nánar um vörurnar í keppninni