Fréttasafn



31. maí 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur víðtæk og jákvæð áhrif

Velta í kvikmyndaiðnaði nam tæpum 18 milljörðum króna á síðasta ári og stefnir í að veltan verði enn meiri á þessu ári. Þá eru ekki tekin með þau óbeinu hagrænu áhrif sem kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla hefur á aðrar greinar atvinnulífsins og verðmætasköpun. Þetta kom meðal annars fram í ávarpi Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, á aðalfundi Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, sem haldinn var í dag í Húsi atvinnulífsins. 

Í máli Sigurðar kom einnig fram að framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni væri umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem hafi víðtæk og jákvæð áhrif á samfélagið allt. Það efni sem framleitt sé styrki stöðu tungumálsins okkar, laði erlenda ferðamenn til landsins og skapi ótal störf og önnur verðmæti í samfélaginu. Hann sagði jafnframt að eftirspurn erlendis frá hafi aukist mikið að undanförnu og skapi það mikil tækifæri til vaxtar í framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni. Nú væru möguleikar á því að framleiða íslenska sjónvarpsþætti sem nái til milljóna manna um allan heim.

Sik-adalfundur-2-31-05-2018