Fréttasafn



19. jún. 2017 Almennar fréttir

Jákvætt að hagsmunasamtökin séu á einum stað

Í Viðskiptablaðinu var rætt við Ingólf Bender, hagfræðing SI, og sagt að hann sé kominn aftur á gamlar slóðir. Hann hafi síðastliðin 17 ár starfað sem aðalhagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka og þar áður hafi hann starfaði sem hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Í viðtalinu segir Ingólfur starf sitt núna vera í raun annað starf en þegar hann starfaði síðast hjá SI fyrir um 20 árum. „Bæði hefur starfið breyst mikið og ég líka. Samtökin eru stærri, það eru fleiri stoðir undir samtökunum þar sem fyrirtækjunum hefur fjölgað. Samtökin eru núna í húsnæði atvinnulífsins og nú eru hagsmunasamtökin komin öll á einn stað sem er mjög jákvætt þar sem það gerir allt starf miklu áhugaverðara og öflugra,“ segir Ingólfur og nefnir sérstaklega að hann sé ánægður með að það séu hagfræðingar á öllum hæðum hússins. 

Sjá nánar á vef Viðskiptablaðsins.