Fréttasafn



7. sep. 2018 Almennar fréttir

Kallað eftir norrænum sjálfbærum stólum

Norræna ráðherranefndin hefur sett af stað hönnunarkeppni þar sem leitað er að sjálfbærum stólum. Kallað er eftir tillögum frá húsgagnahönnuðum og húsgagnaframleiðendum á Norðurlöndum og eru þeir hvattir til að líta yfir verk sín og horfa á þau út frá sjónarhorni sjálfbærni. Hægt er að senda inn tillögur fram til kl. 14.00 miðvikudaginn 3. október næstkomandi. 

Þeir sem komast í úrslit og sigurvegarar keppninnar verða kynntir í norræna skálanum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Póllandi í desember. Þá verður vinningsstóllinn einnig til sýnis í Werck hönnunargalleríinu í Kaupmannahöfn í eitt ár. 

Á vef Hönnunarmiðstöðvar  er hægt að nálgast frekari upplýsingar um keppnina. 

Keppni-um-stola