Fréttasafn



3. maí 2017 Almennar fréttir Menntun

Kennarar geta sótt um Hvatningarverðlaun NKG

Fram til 5. maí geta kennarar sótt um VILJA – Hvatningarverðlaun NKG sem eru í boði Samtaka iðnaðarins en NKG stendur fyrir Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Á hverju ári hlýtur kennari/kennarateymi nafnbótina „Nýsköpunarkennari/ar grunnskólanna“ ásamt verðlaunum að fjárhæð 250 þúsund krónur. Tilgangurinn er meðal annars að hvetja kennara til dáða með viðurkenningu á framlagi þeirra til nýsköpunarkennslu. Bekkjar- og verkgreinakennarar sem kenna nýsköpunarmennt á miðstigi grunnskólans (5., 6. og 7. bekkur) eru sérstaklega hvattir til að taka þátt. 

Á síðasta ári hlaut Álfheiður Ingólfsdóttir úr Sæmundarskóla verðlaunin og nafnbótina.  

Hér er hægt að sækja um.