Fréttasafn



3. okt. 2016 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Nýsköpun Orka og umhverfi Starfsumhverfi

Kjósum gott líf – fundur í Hörpu

Samtök iðnaðarins ætla að leggja sitt af mörkum til umræðunnar í aðdraganda þingkosninga og hafa sett sex málefni á oddinn sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Málefnin verða til umræðu á opnum fundi með forystufólki sjö stjórnmálaflokka í fyrramálið í Hörpu.

Málefnin sem verða til umræðu:

1.       Efnahagslegur stöðugleiki – nauðsynlegur sjálfbærum vexti

2.       Húsnæði – grunnþörf yngri og eldri kynslóða

3.       Menntun – forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni

4.       Samgöngur og innviðir – lífæð heilbrigðs samfélags

5.       Orka og umhverfi – fjölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið

6.       Nýsköpun – drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna

Þessar málefnaáherslur hafa orðið til í stefnumótun og hagsmunabaráttu 1.400 aðildarfyrirtækja SI. Þegar horft er til þess að iðnaðurinn skapar tæpan þriðjung verðmætasköpunar í landinu, um helming gjaldeyristekna og veitir fimmta hverjum starfandi atvinnu þá varða svo ríkir hagsmunir alla með beinum eða óbeinum hætti.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður úr könnun sem Maskína gerði fyrir SI til að máta málefnaáherslur samtakanna við áherslur kjósenda. Þar kemur meðal annars fram að 88% svarenda á aldrinum 18-75 ára finnst það skipta miklu máli að stjórnmálaflokkar leggi áherslu á húsnæðismál og 87% finnst stöðugleiki í efnahagslífinu skipta miklu máli.  

Dagskrá fundarins

Kl. 8.30 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, setur fundinn

Kl. 8.35 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, kynnir málefnin og stýrir umræðum

Kl. 8.45 Pallborðsumræður

Össur Skarphéðinsson, Samfylking 

Smári McCarthy, Píratar 

Þórunn Pétursdóttur, Björt framtíð 

Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokkurinn 

Jóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn 

Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænir 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkur

Nánar um málefni SI.

Skráning á fundinn.