Fréttasafn



6. sep. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun

Kynning á stuðningi við lengra komin sprotafyrirtæki

Icelandic Startups í samstarfi við Samtök iðnaðarins efna til kynningarfundar um nýtt verkefni, Nordic Scalers, sem ætlað er að styðja lengra komin sprotafyrirtæki að sækja á erlenda markaði. Fundurinn er næstkomandi miðvikudag 13. september í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 kl. 11.30-13.00. Hér er hægt að skrá þátttöku.

Nordic Scalers er samnorrænt verkefni sem byggir á áratugareynslu þeirra sem að því standa. Með þátttöku býðst völdum fyrirtækjum m.a. tækifæri til að tengjast nokkrum reyndustu frumkvöðlum Norðurlandanna og stjórnendum fyrirtækja á sambærilegu þroskastigi. Til að eiga kost á þátttöku þurfa fyrirtæki að lágmarki að hafa náð €2m veltu á ársgrundvelli eða fengið sambærilega fjármögnun. Óskað er eftir fyrirtækjum með fullbúna vöru sem eru að huga að alþjóðlegri sókn. Um fimm til tíu vaxtarfyrirtæki af Norðurlöndunum verða valin til þátttöku í fyrstu lotu verkefnisins sem hefst í desember og spannar sex mánaða tímabil. Á kynningarfundinum verður farið ítarlega yfir verkefnið og hvað í því felst.