Fréttasafn



14. jún. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Landsprent í hópi bestu blaðaprentsmiðja heims

Landsprent, prentsmiðja Morgunblaðsins, hefur verið útnefnd í hóp bestu blaðaprentsmiðja heimsins, International Color Quality Club, en keppnin er skipulögð af WAN-IFRA sem eru alþjóðleg samtök blaðaútgefenda. Samtök iðnaðarins óska Landsprentsmönnum til hamingju með árangurinn. 

Á mbl.is er hægt að lesa nánar um viðurkenninguna þar sem meðal annars er vitnað til orða framkvæmdastjóra Landsprents, Guðbrandar Magnússonar, sem segir ekki hlaupið að því að vinna verðlaun af þessu tagi og mikilvægt sé að allir sem komi við sögu í ferlinu séu samtaka og tileinki sér vitund um gæði og vönduð vinnubrögð bæði við prentunina sjálfa og í ljósmyndavinnslu og auglýsingagerð.

Á myndinni hér fyrir ofan eru talið frá hægri: Guðbrandur Magnússon framkvæmdastjóri Landsprents, Stefán Stefánsson, Guðmundur Gíslason, Gylfi Geir Guðjónsson, Snorri Guðjónsson, Óli Vinh Nguyen, Smári Baldursson og Ólafur Brynjólfsson.