Fréttasafn



13. okt. 2015 Gæðastjórnun

Ljósgjafinn hlýtur D-vottun

Ljósgjafinn ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Ljósgjafinn ehf. er öflugt rafverktakafyrirtæki á Akureyri sem leggur ríka áherslu á heildarlausn í öllu því sem snýr að rafmagni og raftæknibúnaði. Ásamt því að sinna öllum almennum raflögnum býr Ljósgjafinn yfir öflugu rafeindaverkstæði og tæknideild sem sinnir sérhæfðum verkefnum s.s. forritun og hönnun iðntölvustýringa, skjámyndakerfa, teikninga, loftræstinga og hitastýringa. Ljósgjafinn sinnir jafnframt vettvangsþjónustu fyrir Símann og Posaþjónustu fyrir Valitor á Eyjafjarðasvæðinu. Hjá Ljósgjafanum starfa í dag um 30 manns.