Fréttasafn



18. okt. 2017 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Loftslagsmaraþon í sólarhring í 237 borgum um allan heim

Climathon loftslagsmaraþon er sólarhringsáskorun um nýsköpun í loftslagsmálum sem haldin er samtímis í 237 borgum um allan heim föstudaginn 27. október næstkomandi í Matís. Reykjavík er ein þeirra borga sem tekur þátt og getur fólk  skráð sig í maraþonið sem einstaklingar, hópar, nemendur eða frumkvöðlar. 

Maraþonið er fyrir alla sem láta sig loftslagsmál varða. Unnið verður hörðum höndum í 24 klukkustundir við að útfæra nýjar hugmyndir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og annarri loftmengun. Dómnefnd velur bestu lausnirnar og veitir verðlaun. Rafmagnað andrúmsloft, hollur matur, innblásnar vinnustofur, hópumræður, afslappað andrúmsloft, svefnkrókar og fjöldi óvæntra uppákoma bíður þeirra sem taka þátt. Hér er hægt að skrá sig. 

Viðburðurinn er á Facebook.