Fréttasafn



4. okt. 2018 Almennar fréttir Menntun

Mætum færni framtíðarinnar

Samtök iðnaðarins hafa gefið út nýja menntastefnu samtakanna undir yfirskriftinni Mætum færni framtíðarinnar. Á fjölmennum fundi á Grand Hótel Reykjavík í dag var stefnan kynnt en með henni vilja samtökin leggja sitt af mörkum í umræðuna um menntamálin því mikilvægt er að fyrir liggi menntastefna íslensku þjóðarinnar til framtíðar þannig að mannauðurinn búi yfir færni sem stenst samanburð við það sem best gerist. Kröfur um færni eru að breytast hratt og lykilfærni starfsmanna framtíðarinnar verða aðrar en þær eru í dag. 

Í stefnunni eru sett fram fimm markmið og lagðar til aðgerðir til að ná þeim markmiðum. 
Menntastefna-markmid-mynd

Hér er hægt að nálgast nýja menntastefnu SI. 
Hér er ný menntastefna SI í PDF útgáfu:  Menntastefna-SI-Final