Fréttasafn



11. maí 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Málmur mótar framtíðarsýn

Samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, Málmur, stóðu fyrir stefnumótunarfundi fyrir skömmu. Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins. Þórey Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá Capacent, stýrði fundinum þar sem fjöldi félagsmanna tók þátt í að horfa á atvinnugreinina, finna hverjir helstu hagaðilar eru og móta framtíðarsýn. Í Málmi eru yfir 50 fyrirtæki. 

Markmið stefnumótunarinnar var að draga fram kjarnann í starfsemi samtakanna þar sem sérstaklega var horft til þróunar og nýsköpunar til að mæta þeirri öru þróun sem á sér stað í atvinnugreininni. Mótuð var framtíðarsýn til næstu 3ja ára og settur fram listi með markmiðum og tilgangi einstakra verkefna.