Fréttasafn



10. jan. 2018 Almennar fréttir

Mikill áhugi á endurvinnsluátaki á áli í sprittkertum

„Við finn­um fyr­ir mik­illi vakn­ingu,“ seg­ir Líf Lár­us­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri sölu- og markaðsmá­la hjá Gámaþjón­ustunni, í viðtali á mbl.is en það fyr­ir­tæki stend­ur að end­ur­vinnslu­átak­i á áli í sprittkertum ásamt Samtökum iðnaðarins, Samáli, End­ur­vinnsl­unni, Furu, Græn­um skát­um,  Íslenska gáma­fé­lag­inu, Málm­steyp­unni Hellu, Plastiðjunni Bjargi – iðjuþjálf­un og Sorpu.

Endurvinnsluátakinu lýkur í lok janúar og segir Líf í viðtalinu að fólk sýni því mikinn áhuga. „Fólk ým­ist hring­ir eða send­ir skila­boð og hef­ur áhuga á að vita hvernig á að meðhöndla ál­bik­ar­ana,“ seg­ir hún á mbl.is. „Það er eins og augu fólks séu að opn­ast fyr­ir þessu. Svona hef­ur þetta áreiðan­lega verið með flösk­urn­ar á sín­um tíma. Hér man fólk eft­ir því þegar það þótti ekki til­töku­mál að henda flösk­um í ruslið, sem fæst­ir myndu gera í dag. Við erum him­in­lif­andi yfir und­ir­tekt­un­um og fólk hef­ur allt til janú­ar­loka til að skila inn ál­inu í spritt­kert­un­um.“

Á mbl.is er einnig viðtal við fjölskyldu sem hefur gengið vel að safna álinu í sprittkertunum.

Nánar á mbl.is.