Fréttasafn



12. sep. 2018 Almennar fréttir Lögfræðileg málefni Mannvirki

Mikill áhugi á persónuvernd arkitekta- og verkfræðistofa

Mikill áhugi var á sameiginlegum fundi SAMARK og FRV um persónuvernd sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins í morgun. Á fundinum var fjallað um nýja persónuverndarlöggjöf og innleiðingu hennar í starfsemi arkitekta- og verkfræðistofa. Jón Ólafur Ólafsson, formaður SAMARK, sá um fundarstjórn. 

Hafliði K. Lárusson, lögmaður og eigandi á Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu, hélt erindi um helstu atriði við aðlögun fyrirtækja að breyttum reglum. Farið var yfir helstu reglur og þær aðgerðir sem arkitekta- og verkfræðistofur þurfa að ráðast í samkvæmt nýju regluverki. Meðal þess sem kom fram var að persónuverndarmat þarf að eiga sér stað í upphafi, þ.e. kortleggja þarf hvaða persónuupplýsingar er um að ræða og hvernig er unnið með þær. Auk þess þurfa fyrirtæki m.a. að setja sér persónuverndarstefnu en slík stefna er m.a. tæki til að uppfylla þá skyldu að koma því á framfæri hvaða persónuupplýsingar verið er að vinna með og með hvaða hætti.

Þá kynnti Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, efni um persónuvernd á vinnumarkaðsvef SA, leiðbeiningar og sniðmát sem félagsmenn geta sótt og haft til hliðsjónar við innleiðingu regluverksins í sína starfsemi.

Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri hjá Mannvit, sagði að lokum frá reynslu Mannvits af innleiðingu löggjafarinnar. Hún fór yfir ýmis hagnýt atriði við innleiðingu löggjafarinnar, s.s. mikilvægi þess að setja upp góða vinnsluskrá.

Góðar umræður mynduðust á fundinum.

Fundur-12-09-2018-1-Jón Ólafur Ólafsson, formaður SAMARK. 

Fundur-12-09-2018-2-Hafliði K. Lárusson, lögmaður og eigandi á Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu.

Fundur-12-09-2018-6-Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.

Fundur-12-09-2018-5-Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits.

Fundur-12-09-2018-8-