Fréttasafn



6. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Mikill áhugi framleiðslufyrirtækja á stuðningi við nýsköpun

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir tveimur fundum fyrir framleiðslufyrirtæki á Akureyri og í Reykjavík þar sem fjallað var um stuðning við nýsköpun. Góð mæting var á fundina þar sem farið var yfir helstu sjóði sem bjóða styrki sem henta framleiðslufyrirtækjum og í kjölfarið bauðst félagsmönnum SI að hitta sérfræðinga sem þekkja vel til styrkjakerfanna og gátu þeir fengið leiðbeiningar um hvaða sjóðir henta í hverju tilviki. Fyrri fundurinn var haldinn síðastliðinn mánudag í frumkvöðlasetrinu Verksmiðjunni í Glerárgötu á Akureyri og síðari fundurinn í gær í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni. Fundarstjóri var Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI. Framleidslusvid2-5.-sept.2017

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur fundanna:

Kynning á Framleiðsluráði SI – Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslusviðs SI.  framleidslurad_Akureyri-sept2017

Tækniþróunarsjóður og skattafsláttur vegna nýsköpunarverkefna – Auður Bergþórsdóttir, Rannís. Taeknithrounarsjodur_haust2017   Kynning_skattur

Átak til atvinnusköpunar – Sigurður Steingrímsson/Berglind Hallgrímsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Atak-til-atvinnuskopunar

Uppbyggingarsjóður Norðurlands – Baldvin Valdemarsson. Uppb.sj.-kynning-haust-2017